Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum

Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fimm stigum á undan Íslandsmeisturunum - myndir

Valsmenn héldu hreinu í fjórða sinn á tímabilinu í gærkvöldi þegar þeir unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Vodafone-vellinum. Valsmenn hafa nú fimm stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem hafa fengið á sig 12 mörk í fyrstu sex leikjunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur: Menn eru svekktir og sárir

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var niðurlútur í leikslok eftir 1-2 tap gegn KR-ingum í kvöld. Framara sitja einir á botninum með eitt stig og ljóst er að Þorvaldur þarf að blása lífi í lið Framara ef ekki á illa að fara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Framherjar Vals sáu um Blikana

Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokkuð kaldir fyrir framan markið í sumar, spurning hvort framherjar Valsmanna séu komnir í gang.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grétar skallaði KR aftur upp á toppinn

Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 2-1 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en KR komst aftur á toppinn með þessum sigri. Eyjamenn voru búnir að vera í rúma þrjá klukkutíma eftir sigur á Víkingi út í Eyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í sumar

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar liðin vann Leikni 3-1 í lokaleik 3. umferðar. Þróttur var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en hoppaði upp um fjögur sæti með þessum góða sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn einir með fullt hús eftir sigur á Selfossi

Skagamenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Selfossi í dag. ÍA hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu og er eina liðið með fullt hús þar sem að Fjölnismenn töpuðu á móti BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Boltavarpið: Selfoss - ÍA í beinni

Vísir er með beina netvarpslýsingu frá viðureign Selfoss og ÍA í 3. umferð 1. deildar karla. Skagamenn eru búnir að vinna fyrstu tvo deildarleiki sína í sumar en Selfyssingar unnu bikarleik liðanna á dögunum í vítakeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur fær að dæma sinn fyrsta A-landsleik

Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands sem fer fram í Lúxemborg föstudaginn 3. júní næstkomandi. Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn