Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þorsteinn: Þurfum að vera grimmari

Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs var óánægður með dómara leiksins í kvöld. Hann sagði að þriðja mark Vals hefði ekki átt að standa og að dómgæslan í því hefði klárlega haft áhrif á spilamennsku liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Flösku kastað í höfuð Jóns Vilhelms

Ungur stuðningsmaður Þórs var miður sín eftir að flaska sem hann kastaði inn á hlaupabrautina á Þórsvellinum hæfði Jón Vilhalm Ákason Valsmann í ennið. Það blæddi úr Jóni en Valsmenn voru að fagna 3-0 sigrinum á Þór þegar atvikið átti sér stað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur: Komum ekki boltanum yfir línuna

„Þetta er alltaf jafnt svekkjandi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í kvöld. Fram tapaði enn einum leiknum gegn Keflvíkingum, 1-0, í Keflavík í kvöld og er sem fyrr í næsta sæti með tvö stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan valtaði yfir Fylki

Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur á Fylki á Stjörnuvelli í kvöld. Þó öll mörk Stjörnunnar hafi komið síðustu 25 mínútur leiksins virtist fátt benda til annars frá upphafi að Stjarnan myndi sigra því yfirburðir liðsins á vellinum voru miklir gegn Fylkisliði sem lék líklega sinn slakast leik í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni

Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Flugeldasýning hjá FH-ingum

FH-ingar vöknuðu af værum svefni í kvöld er þeir völtuðu yfir Grindavík, 7-2, í hreint út sagt ótrúlegum knattspyrnuleik. Spilamennska FH minnti á gamla góða FH-liðið en Grindvíkingar voru andlega fjarverandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Þórðarson áminntur - BÍ/Bolungarvík fær sekt

Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur hefur verið áminntur af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla hans að loknum leik Vestfirðinga gegn Þrótti Reykjavík þann 26. júní síðastliðinn. Knattspyrnudeild BÍ/Bolungarvíkur var sektuð um 25 þúsund krónur vegna ummælanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valsmenn á toppinn

Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann semur við Portsmouth til eins árs

Hermann Hreiðarsson mun skrifa undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Portsmouth. Steve Cotterill knattspyrnustjóri Portsmouth er hæstánægður með að fá Hermann aftur til félagsins og segir að Eyjamaðurinn skrifi líklegast undir innan 48 klukkustunda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn geta tyllt sér í efsta sætið - fimm leikir í Pepsideildinni

Fimm leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar 9. umferð hefst. Umferðinni lýkur ekki fyrr en 21. júlí þegar KR tekur á móti ÍBV. Leikur Stjörnunnar gegn Fylki hefst kl. 20.00 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþátturinn Pepsimörkin er á dagskrá kl. 22.00 á Stöð 2 sport þar sem farið verður yfir öll helstu atvikin úr leikjum kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Anna Björg sá um ÍBV í 2-0 sigri Fylkis

Heil umferð fór fram í Pepsideild kvenna í fótbolta í kvöld þar sem að 2-0 sigur Fylkis gegn ÍBV bar hæst gegn. Valur heldur áfram sigurgöngu sinni í deildinni með 3-1 sigri gegn KR. Á Akureyri voru skoruð sex mörk þar sem Þór/KA lagði Þrótt 4-2. Breiðablik vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ólafs Brynjólfssonar sem tók við þjálfun liðsins nýverið en Blikar lögðu Aftureldingu á útivelli 3-0. Stjarnan sýndi styrk sinn með 3-1 sigri gegn botnliði Grindavíkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar sömdu við Skotann Scott Robertsson

Skoski leikmaðurinn Scott Robertson hefur samið við Fram og mun hann leika með liðinu út leiktíðina í Pepsi-deild karla. Robertson er 23 ára gamall og kemur frá Stirling Albion en hann hefur verið á reynslu hjá Fram í vikutíma. Frá þessu er greint á vef BBC.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten

"Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni: Stóð eins og stafur í bók

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR vaknaði í nótt og honum var heitt. Hann hafði dreymt að KR hefði dregist gegn BÍ/Bolungarvík í bikarnum og leikið yrði fyrir vestan. Nú er draumurinn orðinn að staðreynd en liðin mætast á Torfnesvelli þann 28. júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Feðgarnir mætast fyrir vestan í bikarnum

KR-ingar sækja BÍ/Bolungarvík heim í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu. Feðgarnir Guðjón Þórðarson þjálfari Vestfirðinga og Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga munu því mætast. Í hinni viðureigninni tekur Þór á móti ÍBV.

Íslenski boltinn