Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Hrakfarir FH-inga halda áfram - myndir

FH-ingar urðu að sætta sig við 2-2 jafntefli á móti Fylki í Pepsi-deild karla í gærkvöldi þrátt fyrir að vera komnir 2-0 yfir eftir 17 mínútna leik. Fylkismenn unnu sig inn í leikinn í seinni hálfleik og tókst að jafna leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías: Ég er sturlaður

Matthías Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Val í kvöld en liðið gerði þá jafntefli við KR í Frostaskjólinu, 1-1. Hann var ósáttur við að hafa ekki fengið víti þegar virtist brotið á honum í teig KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Svekktur að hafa ekki tekið öll stigin

Ólafur Þórðarson var í svekktur að hafa ekki náð að krækja í öll 3 stigin gegn FH-ingum núna í kvöld en að sama skapi ánægður með þá baráttu sem sínir menn sýndu í síðari hálfleiknum þegar þeir unnu upp tveggja marka forskot bikarmeistaranna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki

FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grindavík vann mikilvægan sigur á ÍBV

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eyjamenn, 2-0, í nokkuð bragðdaufum leik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik úr vítaspyrnu, en þar var á ferðinni Jamie McCunnie. Scott Ramsey innsiglaði sigurinn í blálokinn með frábæru marki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Ætlum okkur að vera í efri hlutanum

"Þetta gefur manni svakalegt kick að skora sigurmarkið svona í lokin í virkilega jöfnum leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag. Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, gegn Breiðabliki með marki á lokaandartökum leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári á leið til Aberdeen: Leit allt mjög vel út

Knattspyrnukappinn Kári Árnason er þessa dagana í leit að nýju knattspyrnuliði. Eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Plymouth vegna þess að hann sætti sig ekki við að leika launalaust hefur hann reynt fyrir sér hjá tveimur skoskum félögum. Hearts og Aberdeen.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjálfari Zilina ánægður með gluggatjöldin

MSK Ziliana frá Slóvakíu mæta KR í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar í kanttspyrnu í kvöld. Á heimasíðu slóvaska félagsins segist þjálfari Zilina afar ánægður með gluggatjöldin á hótelinu í Reykjavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfar var seldur á 21 milljón króna

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er kaupverðið á Elfari Frey í kringum 21 milljón íslenskra króna. Þá fá Blikar 40 prósent af söluverði verði hann seldur frá félaginu í framtíðinni.

Íslenski boltinn