Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur

Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erum töluvert stærri og þyngri en þær

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri hélt í gærkvöldi til Sviss. Fram undan er undanúrslitaleikur við Spán á fimmtudag en Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Tíu FH-ingar sáu um Val

Þrátt fyrir að leika einum færri frá 56. mínútu sigraði FH Val 3-2 á heimavelli sínu að Kaplakrika í kvöld en Valur var 2-1 yfir þegar Pétur Viðarsson nældi sér í tvö gul spjöld á átta mínútna kafla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn dæmir á Emirates Cup

Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar kynda Haukana í nýju lagi: Eitt lið í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarmafían hefur tekið á sig ábyrgðina á slæmu gengi FH-liðsins í sumar en telur að nýtt FH-lag muni breyta öllu. Nýja FH-liðið verður frumflutt á leik FH og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld en þar er sterk Hauka-kynding ef marka má heiti lagsins sem er "Eitt lið í Hafnarfirði"

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur: Gaman að keyra brautina með þrjú stig

„Hann var sætur þessi sigur en erfiður enda ekki mörg lið sem koma hingað og vinna. Það er sterkt að labba héðan burt með þrjú stig. Það er erfitt að spila við Stjörnuna – sérstaklega á þessu teppi,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, glaður í bragði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni 3-2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi

„Nú er maður jafn svekktur og maður var glaður fyrir viku. Að tapa leik á heimavelli á síðustu mínútu í svona bardagaleik sem gat endað hvorumeginn sem var. Mér fannst samt við skarpari sóknarlega en fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi,“ sagði Bjarni Jóhansson þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna manna á heimavelli gegn Keflvíkingum 3-2 – eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í Garðabæ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum: Öflugt þetta Keflavíkurhjarta

„Þetta var ofsalegur liðsheildarsigur. Við lögðum þennan leik þannig upp að við værum ekkert að fara galopna okkur. Það hefði verið óðsmannsæði. Við fórum vel yfir leik Stjörnunnar og þeir hafa verið á feiknarflugi og mér fannst okkur takast sem lið að loka vel á þá,“ sagði ánægður og glaður Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíku,r eftir sigur sinna manna gegn Stjörnunni 3-2 í Pepsi deildinni.

Íslenski boltinn