Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Oliver og Þórður Jón semja við AGF í Danmörku

Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki og Þórður Jón Jóhannesson úr Haukum eru á leið til danska félagsins AGF. Oliver og Þórður Jón, sem eru fæddir árið 1995, voru í landsliði Íslands 17 ára og yngri sem varð Norðurlandameistari um síðustu helgi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga

Grétar Rafn Steinsson segir í viðtali í Fréttablaðið að hann geti ekki tekið þátt í næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna vandamála hans utan vallar. Það sé gert „með sorg í hjarta“ en hann muni gefa aftur kost á sér í liðið eftir áramót.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gaupahornið - Guðmundur rússneski

Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukur Ingi: Við vildum meira

Haukur Ingi Guðnason átti ágætis innkomu hjá Grindavíkuliðinu þrátt fyrir að hafa spilað lítin fótbolta undanfarin misseri. „Ég er ánægður með að spila fótbolta við svona frábærar aðstæður. Við vildum samt meira og auðvitað fer maður í alla leiki til þess að ná í 3 stig. Það sást líka í seinni hálfleik því bæði lið vildu sigurinn og þá opnaðist leikurinn meira,“ sagði Haukur Ingi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjánsson: Við vorum klaufar

Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var ekkert sérstaklega upplitsfjarfur í samtali við blaðamann visis að leik loknum. Ólafur var ósáttur að hafa ekki nýtt yfirburðina sem lið hans sýndi í seinni hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Viðar: Virkilega mikilvægur sigur

„Einhvern myndi kalla þetta vinnusigur en það eru stigin þrjú sem skipta máli.Við vorum ekki alveg upp á okkar besta í kvöld en sem betur fer náðum við að tryggja okkur sigur,“ sagði Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH, eftir leikinn.

Íslenski boltinn