Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli

"Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1

Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá

"Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val

Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg.

Fótbolti
Fréttamynd

Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn

"Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt

Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA

Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Valsmenn í banastuði - myndir

Valsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu heitasta lið Pepsi-deildar karla, FH, um þessar mundir. Eftir að hafa lent undir komu Valsmenn til baka og unnu góðan sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur

"Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Íslenski boltinn