Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-1 FH komust aftur á sigurbraut með 1-0 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Sigurmarkið var í snyrtilegri kantinum, skot af 25-30 metra færi hjá nýliðanum Einari Karli Ingvarssyni. Íslenski boltinn 26. ágúst 2012 00:01
Stjörnugleði í Laugardal - myndir Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í bikarkeppni KSÍ í dag með góðum 1-0 sigri. Það var fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem tryggði liðinu sigur með glæsilegu marki. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 20:36
Harpa: Spilaðist eins og við vildum "Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 20:28
Þór vann bardagann um Akureyri Þór frá Akureyri er kominn með þriggja stiga forskot á toppi 1. deildarinnar eftir sætan 1-0 sigur á nágrönnum sínum í KA í kvöld. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 20:17
Höttur valtaði yfir Víking | Fjölnir tapaði á Króknum Höttur lyfti sér upp úr fallsæti í dag er liðið vann stórsigur á Víkingi frá Reykjavík. Leiknir er þar með kominn í fallsæti ásamt ÍR. Dimmt yfir Breiðholtinu. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 16:32
Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 10:00
Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 08:00
Baldur: Virkilega falleg vika að baki Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áberandi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppninnar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 25. ágúst 2012 00:01
Þorvaldur dæmir hjá Arnóri og Kristjáni í norsku úrvalsdeildinni Knattspyrnusamband Íslands og norska knattspyrnusambandið bjóða upp á dómaraskipti um helgina. Íslenskir dómarar dæma leik í norsku úrvalsdeildinni á sama tíma og norskt dómaratríó dæmir leikir í Pepsi-deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 22:15
Leiknismenn jöfnuðu í lokin og Víkingar komust ekki á toppinn Víkingar úr Ólafsvík voru aðeins þremur mínútum frá því að komast í toppsæti 1. deildar karla í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Efra-Breiðholtið. Leiknismenn jöfnuðu í lokin og tryggðu sér 1-1 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni. Þróttarar eru enn með í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 1-0 sigur á botnliði ÍR. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 20:36
Gunnar Jarl dæmir úrslitaleikinn Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 16:30
Viðtal Hjartar við Guðjón Þórðarson í heild sinni Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í knattspyrnu karla ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu í morgun. Guðjón svaraði þar gagnrýni Paul McShane sem fyrr í vikunni lét þau orð falla að Guðjón væri lélegasti þjálfari sem hann hefði haft á ferlinu. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 13:32
Pepsi-mörkin: FH - KR, ÍA - Stjarnan | umfjöllun Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í lokaleikjunum tveimur í 16. umferð Pepsideildar karla. Hér má sjá þáttinn í heild sinni. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason voru sérfræðingar þáttarins. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 08:23
Fyrsta tvenna KR-inga á móti FH í 22 ár KR-ingar unnu 3-1 sigur á FH-ingum í toppslag Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í gærkvöldi en KR-ingar unnu þar með báða innbyrðisleiki liðanna í sumar. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 07:00
Þorlákur: Þetta verður erfitt og dýrt ferðalag Dregið var í 32- og 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í gær. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og drógust gegn FK Zorkiy frá Rússlandi. Íslenski boltinn 24. ágúst 2012 06:00
Pepsi-mörkin: Markasyrpan úr leikjum kvöldsins Tveir síðustu leikirnir í 16. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem bikarúrslitaliðin KR og Stjarnan fögnuðu sigrum á útivelli, KR í Kaplakrika en Stjarnan á Akranesi. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport og hér má sá Markaregnið úr þættinum sem er að þessu sinni skreytt með tónlist frá þýsku rokksveitinni Rammstein. Lagið heitir Engel. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 23:06
Frábærir fimm dagar hjá Baldri og KR-ingum - myndir KR-ingar voru í miklu stuði í Kaplakrika í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á toppliði FH og settu með því mikla spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar unnu bikarinn fyrir fimm dögum en það var ekki að sjá neina timburmenn á Vesturbæingum í kvöld. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 22:00
Langþráður sigur hjá Stjörnumönnum - myndir Stjörnumenn sóttu þrjú stig upp á Akranes í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Stjarnan vann 2-1 sigur á heimamönnum í ÍA. Stjörnumenn voru fyrir leikinn búnir að tapa þremur leikjum í röð þar af bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 21:59
Miðstöð Boltavaktarinnar | Báðir leikir í beinni á sama stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með báðum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 17:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Stjarnan 1-2 Flottur fyrri hálfleikur dugði Stjörnumönnum til að vinna góðan 2-1 útisigur á Akranesi í kvöld. Kennie Chopart og Atli Jóahnnsson skoruðu mörk gestanna en Garðar Gunnlaugsson fyrir ÍA. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 13:28
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 1-3 | Baldur með tvö mörk Nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga héldu lífi í titilvonum sínum með því að yfirspila topplið FH í Kaplakrikanum í kvöld. KR-liðið vann leikinn 3-1 og endaði með því tveggja leikja taphrinu sína í Pepsi-deildinni. Þetta var jafnframt fyrsta tap FH í Krikanum síðan í júní 2010. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 13:25
Garðar ekki með gegn ÍA í kvöld | Slasaði sig í handbolta Garðar Jóhannsson, framherjinn öflugi í liði Stjörnunnar, verður ekki með í leiknum gegn ÍA í Pepsideild karla í kvöld vegna afar sérstakra meiðsla. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 12:57
Stjörnustúlkur á leið til Rússlands Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust gegn rússneska liðinu Zorky Krasnogorsk í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var nú í hádeginu. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 12:30
Guðjón Árni hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum í Krikanum FH tekur á móti KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld og getur með sigri náð átta stiga forskoti á KR á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik inni á Íslands- og bikarmeistarana úr Vesturbænum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2012 08:00
McShane um Guðjón Þórðar: Versti þjálfarinn sem ég hef haft á ferlinum Paul McShane úthúðar Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara Grindavíkur, í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag en Mcshane var ekki verið í náðinni hjá Guðjóni í sumar og fór til Aftureldingar í síðasta mánuði. Mcshane segir að Guðjón sé versti þjálfarinn sem hann hafi spilað fyrir á 18 ára ferli sínum en Víkurfréttir birti fésbókarfærslu McShane í dag. Íslenski boltinn 22. ágúst 2012 17:17
Norðmenn búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun berjast við Belgíu og Noreg um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í haust og einn af mikilvægustu leikjunum er lokaleikur Noregs og Íslands 19. september næstkomandi. Norðmenn eru nú búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval en það kemur fram í frétt inn á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 22. ágúst 2012 15:02
Þór og Víkingur Ó. færast nær Pepsí deildinni Topplið fyrstu deildar karla í fótbolta, Þór og Víkingur frá Ólafsvík unnu bæði leiki sína í kvöld þegar 17. umferð deildarinnar lauk með fimm leikjum. Þór sigraði ÍR á útivelli 2-1 og Víkingur Ó. sigraði Hauka á heimavelli sínum 2-0. Fjölnir sem er í þriðja sæti sigraði einnig sinn leik. Fótbolti 21. ágúst 2012 20:27
BÍ/Bolungarvík slökkti í vonum Þróttar BÍ/Bolungarvík sigraði Þrótt á heimavelli sínum í kvöld 2-0 í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum er sæti BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni svo gott sem tryggt en Þróttur á nú litla möguleika á að komast upp í Pepsí deildina. Fótbolti 21. ágúst 2012 20:07
Andri Marteins rekinn frá ÍR | Nigel Quashie tekur við Andra Marteinssyni hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR. Fótbolti.net greinir frá þessu. Íslenski boltinn 21. ágúst 2012 15:12