Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Harpa: Spilaðist eins og við vildum

"Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð

Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag?

Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baldur: Virkilega falleg vika að baki

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áberandi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppninnar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknismenn jöfnuðu í lokin og Víkingar komust ekki á toppinn

Víkingar úr Ólafsvík voru aðeins þremur mínútum frá því að komast í toppsæti 1. deildar karla í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Efra-Breiðholtið. Leiknismenn jöfnuðu í lokin og tryggðu sér 1-1 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni. Þróttarar eru enn með í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 1-0 sigur á botnliði ÍR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Jarl dæmir úrslitaleikinn

Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðtal Hjartar við Guðjón Þórðarson í heild sinni

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í knattspyrnu karla ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu í morgun. Guðjón svaraði þar gagnrýni Paul McShane sem fyrr í vikunni lét þau orð falla að Guðjón væri lélegasti þjálfari sem hann hefði haft á ferlinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: FH - KR, ÍA - Stjarnan | umfjöllun

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í lokaleikjunum tveimur í 16. umferð Pepsideildar karla. Hér má sjá þáttinn í heild sinni. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason voru sérfræðingar þáttarins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markasyrpan úr leikjum kvöldsins

Tveir síðustu leikirnir í 16. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem bikarúrslitaliðin KR og Stjarnan fögnuðu sigrum á útivelli, KR í Kaplakrika en Stjarnan á Akranesi. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport og hér má sá Markaregnið úr þættinum sem er að þessu sinni skreytt með tónlist frá þýsku rokksveitinni Rammstein. Lagið heitir Engel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frábærir fimm dagar hjá Baldri og KR-ingum - myndir

KR-ingar voru í miklu stuði í Kaplakrika í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á toppliði FH og settu með því mikla spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar unnu bikarinn fyrir fimm dögum en það var ekki að sjá neina timburmenn á Vesturbæingum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Stjörnumönnum - myndir

Stjörnumenn sóttu þrjú stig upp á Akranes í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Stjarnan vann 2-1 sigur á heimamönnum í ÍA. Stjörnumenn voru fyrir leikinn búnir að tapa þremur leikjum í röð þar af bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

McShane um Guðjón Þórðar: Versti þjálfarinn sem ég hef haft á ferlinum

Paul McShane úthúðar Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara Grindavíkur, í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag en Mcshane var ekki verið í náðinni hjá Guðjóni í sumar og fór til Aftureldingar í síðasta mánuði. Mcshane segir að Guðjón sé versti þjálfarinn sem hann hafi spilað fyrir á 18 ára ferli sínum en Víkurfréttir birti fésbókarfærslu McShane í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Norðmenn búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun berjast við Belgíu og Noreg um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð í haust og einn af mikilvægustu leikjunum er lokaleikur Noregs og Íslands 19. september næstkomandi. Norðmenn eru nú búnir að færa Íslandsleikinn yfir á Ulleval en það kemur fram í frétt inn á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór og Víkingur Ó. færast nær Pepsí deildinni

Topplið fyrstu deildar karla í fótbolta, Þór og Víkingur frá Ólafsvík unnu bæði leiki sína í kvöld þegar 17. umferð deildarinnar lauk með fimm leikjum. Þór sigraði ÍR á útivelli 2-1 og Víkingur Ó. sigraði Hauka á heimavelli sínum 2-0. Fjölnir sem er í þriðja sæti sigraði einnig sinn leik.

Fótbolti
Fréttamynd

BÍ/Bolungarvík slökkti í vonum Þróttar

BÍ/Bolungarvík sigraði Þrótt á heimavelli sínum í kvöld 2-0 í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum er sæti BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni svo gott sem tryggt en Þróttur á nú litla möguleika á að komast upp í Pepsí deildina.

Fótbolti