Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Edda: Var ekki sú dömulegasta og ekki sú grennsta

Edda Garðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Valtýr Björn Valtýsson hitti hana á æfingu kvennalandsliðsins, spurði hana út í pistil sinn um útlitsdýrkun hjá íþróttakonum og saman ræddu þau síðan um útlit og heilsu íþróttamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján Gauti verður áfram hjá FH

Kristján Gauti Emilsson, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram í herbúðum FH-inga næsta sumar en FHingar.net, stuðningsmannasíða FH-liðsins, staðfesti í dag að Kristján Gauti væri búinn að gera eins árs samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR vill lækka laun leikmanna

Forráðamenn KR í knattspyrnu karla eiga nú í viðræðum við leikmenn liðsins um að breyta samningum þeirra við félagið. KR vill tengja launagreiðslur meira við þann árangur sem næst inni á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tillen búinn að semja við FH

FH-ingar eru heldur betur að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í dag því nú hefur verið tilkynnt að einn besti leikmaður Fram síðustu ár, Sam Tillen, sé búinn að skrifa undir samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingimundur Níels semur við FH

Ingimundur Níels Óskarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH en þetta er staðfest á stuðningsmannasíðu FH-inga. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar vilja fá Garðar

Framherjinn Garðar Jóhannsson er samningslaus og ekki ljóst hvar hann spilar næsta sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Blikar mikinn áhuga á því að krækja í Garðar en þeir ætla sér stóra hluti næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjö leikmenn í 19 ára landsliðinu spila erlendis

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari 19 ára landsliðs karla, hefur valið 20 leikmenn í landslið Íslands sem leikur í undankeppni Evrópumótsins í Króatíu en síðasta æfingahelgi liðsins verður um komandi helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana

Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári: Klaufamörk sem við fáum á okkur

"Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin,“ sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Stefnum á þrjú stig eins og við gerum alltaf

Alfreð Finnbogason sem hefur skorað mikið með félagsliði sínu Heerenveen í Hollandi og hann skoraði gegn Noregi í 2-0 sigri Íslands á Laugardalsvelli í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Ísland mætir liði Sviss á Laugardalsvelli á morgun en Sviss er í efsta sæti riðilsins með 7 stig en Íslands er þar á eftir með 6 stig. Alfreð telur að leikurinn gegn Sviss verði sá erfiðasti fram til þessa í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn: Það er allt hægt í fótbolta

Ísland og Sviss mætast í undankeppni HM karla í knattspyrnu á morgun á Laugardalsvelli og ríkir mikil eftirvænting fyrir leikinn. Sviss er í efsta sæti E-riðilsins með 7 stig eftir þrjár umferðir en Ísland er þar á eftir með 6 stig. Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins varar við of mikill bjartsýni en hefur samt tröllatrú á íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir

Íslenska landsliðið hefur unnið sex sigra í undankeppnum HM og EM undanfarin níu ár og í öll sex skiptin hefur íslenska liðið tapað næsta leik. Strákarnir eru nú komnir í þá stöðu á ný að fylgja á eftir sigurleik.

Fótbolti