Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Veigar Páll: Ekkert öruggt að ég fari í Stjörnuna

Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk og er á heimleið eftir farsælan níu ára feril sem atvinnumaður. Veigar var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í morgun þar sem fram kom að ekkert væri ákveðið hvar hann léki á næsta tímabili. Líklegasti áfangastaðurinn væri Stjarnan en þó kæmu önnur lið til greina líka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpuliðin til Moldavíu og Búlgaríu

Íslensku kvennaliðin þurfa að ferðast langt til að taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Í dag var dregið í undankeppnir EM U19 kvenna og EM U17 kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Við spiluðum ekki illa

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endaði landsleikjaárið með því að vinna 2-0 sigur á Andorra í vináttulandsleik í kvöld. Liðið vann fjóra af tíu leikjum sínum á árinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég var ekki að ljúga neinu

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, neitar því að hafa logið til um samskiptin við Tryggva Guðmundsson. Stjórn Blika tók fram fyrir hendur þjálfarans og neitaði að gera Tryggva samningstilboð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tek tvö ár með trompi

Framarar fengu flottan liðsstyrk í gær þegar hinn 37 ára gamli varnarmaður, Ólafur Örn Bjarnason, skrifaði undir samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ná strákarnir í sjaldgæfan sigur í dag?

Íslenska karlalandsliðið verður í eldlínunni í Andorra þar sem liðið leikur lokaleik sinn á árinu 2012. Um er að ræða vináttulandsleik á móti þjóðinni í 203. sæti á heimslistanum og liði sem hefur ekki unnið í síðustu 57 leikjum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar mæta Noregi í fyrsta leik á EM 2013

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti með tveimur góðkunningjum í riðli þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð í kvöld. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann aftur til Þórs

Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn