Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Valsmenn skoða Ondo

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, var mættur út á Keflavíkurflugvöll í morgun til þess að sækja sóknarmanninn Gilles Mbang Ondo.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á metið hjá þremur félögum

Gunnleifur Gunnleifsson jafnaði á sunnudagskvöldið félagsmet Breiðabliks yfir að halda marki sínu lengst hreinu í efstu deild. Hann á þar með þetta met hjá þremur félögum; HK, KR og Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spænsk þrenna tryggði Selfyssingum sigur

Selfyssingar eru að komast á skrið í 1. deildinni í fótbolta en liðið vann 4-2 heimasigur á Leikni í kvöld. Selfoss vann 3-1 útisigur á toppliði Grindavíkur í umferðinni á undan. Spánverjinn stæðilegi Javier Zurbano skoraði þrennu í leiknum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Þór 1-2

Þórsarar unnu góðan útisigur, 2-1, á ÍA í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum upp á Akranesi. Tvö mörk voru skoruð í viðbótartímanum og ótrúlegur endir. Hlynur Atli Magnússon var hetja Þórs undir lokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH og Ajax í samstarf

Íslandsmeistarar FH og Hollandsmeistarar Ajax frá Amsterdam hafa náð samkomulagi um samstarf milli félaganna tveggja. Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar FH og Ajax online academy gerðu þriggja ára samning. Samstarfið felur í sér að þjálfarar FH fá aðgang að upp undir þúsund æfingum auk þess sem þetta kerfi auðveldar þjálfurum að skipuleggja æfingar, gera áætlanir og halda betur utan um sína iðkendur. Þetta kemur fram á heimasíðu FH-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Thelma með tvö í mikilvægum sigri - úrslit kvöldsins

Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið

Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar hefði átt að fá rauða spjaldið

KR-ingurinn Brynjar Björn Gunnarsson þótti sleppa ansi vel í leiknum gegn Fylki í gær. Þá virtist hann brjóta á Fylkismanninum Viðari Erni Kjartanssyni en Valgeir Valgeirsson dómari spjaldaði Viðar fyrir leikaraskap. Hann var allt annað en sáttur við það.

Íslenski boltinn