Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænska deildin fær nýtt nafn

Spænska úrvalsdeildin, La Liga, mun fá nýtt nafn árið 2023 eftir að aðalstyrktaraðilar deildarinnar síðustu sex ár, BBVA og Santander bankanir, ákváðu að þeir myndu ekki endurnýja samning sinn við deildina.

Fótbolti
Fréttamynd

Þetta eru 10 bestu leikmenn Afríku

Knattspyrnusamband Afríku hefur gefið út tíu manna lista með þeim leikmönnum sem tilnefndir eru sem besti leikmaður álfunnar. Liverpool á tvo fulltrúa á listanum en Chelsea og Manchester City eiga einn fulltrúa hvort.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjögur Covid-19 smit á EM

Þýska landsliðskonan Lea Schüller greindist í dag með Covid veiruna og er því komin í einangrun og mun missa af næstu leikjum Þýskalands á EM. Er hún fjórði leikmaðurinn á EM með staðfest smit.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var iðnaðarsigur“

„Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Heiðar: Sex leikir í röð sem við erum ánægðir með

„Fyrri hálfleikur var mjög góður og í seinni hálfleik taka þeir leikinn yfir eðlilega. Við erum ekki vanir því í sumar að vera í forystu þannig að það var skjálfti í mönnum og menn vildu passa upp á sitt,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fór að hátta og England skoraði átta

Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti

Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins

Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins.

Fótbolti