Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Fótbolti 12. júlí 2022 17:01
Bale stefnir á tvö stórmót í viðbót Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale stefnir á að taka þátt á EM í Þýskalandi árið 2024 og jafnvel HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Fótbolti 12. júlí 2022 16:30
Er bæði hægri og vinstri hönd Steina Ásmundur Guðni Haraldsson er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og ólíkt landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni þá hafði Ásmundur reynslu af EM áður. Fótbolti 12. júlí 2022 15:31
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Enski boltinn 12. júlí 2022 15:00
Sjáðu markaflóðið á Amex-vellinum og mörk Austurríkis England vann stærsta sigur í sögu Evrópumóts kvenna í fótbolta þegar liðið vann Noreg 8-0. Ótrúleg úrslit þar sem liðin eru ekki langt frá hvort öðru á heimslista FIFA. Þá vann Austurríki 2-0 sigur á Norður-Írlandi. Fótbolti 12. júlí 2022 14:00
Þungavigtin: Guðmundur Þórarinsson mun spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð Guðmundur Þórarinsson mun á næstunni gangast undir læknisskoðun hjá liði sem leikur í einni af bestu tíu deildum Evrópu, kom þetta fram í nýjasta hlaðvarpi Þungavigtarinnar. Fótbolti 12. júlí 2022 13:30
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 12:00
Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Fótbolti 12. júlí 2022 11:31
Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 11:00
Ólafur um Ceciliu: Svekkjandi fyrir hana en hún er frábær karakter Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en það hefur gengið óvenju mikið á í þeim hóp þótt stutt sé búið af mótinu. Fótbolti 12. júlí 2022 10:30
Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 10:01
Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Fótbolti 12. júlí 2022 09:30
„Leikmenn munu fara í loftvarnarbyrgi meðan loftárásir standa yfir“ Úkraínska úrvalsdeildin í fótbolta karla mun fara af stað á nýjan leik í ágúst samkvæmt tilkynningu Vadym Gutzeit, ráðherra æsku og íþrótta í landinu. Það virðist sem Úkraínumenn ætli ekki að láta innrás Rússa stöðva sig í að sparka bolta sín á milli. Fótbolti 12. júlí 2022 09:01
Daníel Guðjohnsen að semja við Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er að ganga til liðs við Miloš Milojević og lærisveina hans hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 12. júlí 2022 08:31
Spænska deildin fær nýtt nafn Spænska úrvalsdeildin, La Liga, mun fá nýtt nafn árið 2023 eftir að aðalstyrktaraðilar deildarinnar síðustu sex ár, BBVA og Santander bankanir, ákváðu að þeir myndu ekki endurnýja samning sinn við deildina. Fótbolti 12. júlí 2022 07:30
Þetta eru 10 bestu leikmenn Afríku Knattspyrnusamband Afríku hefur gefið út tíu manna lista með þeim leikmönnum sem tilnefndir eru sem besti leikmaður álfunnar. Liverpool á tvo fulltrúa á listanum en Chelsea og Manchester City eiga einn fulltrúa hvort. Fótbolti 12. júlí 2022 07:01
Vökvunarkerfið var duglegt að trufla viðtöl blaðamanna: Myndband Nú er heitt í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búið að spila einn leik á EM og æfði í fyrsta sinn eftir hann. Fótbolti 11. júlí 2022 23:31
Fjögur Covid-19 smit á EM Þýska landsliðskonan Lea Schüller greindist í dag með Covid veiruna og er því komin í einangrun og mun missa af næstu leikjum Þýskalands á EM. Er hún fjórði leikmaðurinn á EM með staðfest smit. Fótbolti 11. júlí 2022 23:00
Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. Fótbolti 11. júlí 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Leiknir R. 0-3 | Leiknismenn völtuðu yfir Stjörnuna í fyrri hálfleik Leiknismenn sóttu þrjú stig í Garðabæinn í kvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur 3-0 en öll mörk Leiknis komu í fyrri hálfleik þar sem þeir léku við hvern sinn fingur. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 22:08
„Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 21:49
Sigurður Heiðar: Sex leikir í röð sem við erum ánægðir með „Fyrri hálfleikur var mjög góður og í seinni hálfleik taka þeir leikinn yfir eðlilega. Við erum ekki vanir því í sumar að vera í forystu þannig að það var skjálfti í mönnum og menn vildu passa upp á sitt,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Fótbolti 11. júlí 2022 21:37
Umfjöllun og viðtal: Valur 0-3 Keflavík | Einum fleiri gengu Keflvíkingar á lagið Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 21:30
Noregur fór að hátta og England skoraði átta Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. Fótbolti 11. júlí 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 20:53
Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 11. júlí 2022 20:30
Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. Fótbolti 11. júlí 2022 19:45
„Hún hefur örugglega elskað þessa athygli“ Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, fagnaði sextugs afmæli sínu í gær á sama tíma og Ísland og Belgía mættust í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi. Fótbolti 11. júlí 2022 19:00
Gummi Tyrfings mætti á rútunni aftur á Selfoss Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Tyrfingsson skrifað í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Selfoss. Guðmundur mætti að sjálfsögðu á grænni rútu frá afa sínum. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 17:31
Lykilmenn með sólgleraugu á æfingu stelpnanna okkar í dag: Myndir Það var rólegt hjá þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem spiluðu mest á móti Belgum í gær. Fótbolti 11. júlí 2022 17:03