Elísa inn í byrjunarliðið fyrir Sif Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi klukkan 16:00. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladóttur. Fótbolti 14. júlí 2022 14:36
Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Fótbolti 14. júlí 2022 14:01
Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. Fótbolti 14. júlí 2022 13:55
Sjáðu kveðjurnar sem stelpurnar okkar fengu frá fjölskyldum sínum Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu í dag í afar mikilvægum leik á Evrópumótinu í Englandi. Fótbolti 14. júlí 2022 13:36
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. Enski boltinn 14. júlí 2022 13:31
Aðeins eins mánaða og þriggja mánaða gamlar þegar við unnum síðast Ítali Það er orðið langt síðan að Ísland vann Ítalíu hjá A-landsliðum kvenna í fótbolta. Þjóðirnar hafa mæst sjö sinnum og eini sigur íslenska liðsins kom fyrir meira en tuttugu árum síðan. Fótbolti 14. júlí 2022 13:00
Dembélé heldur kyrru fyrir í Barcelona Franski knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembélé hefur skrifað undir nýjan samning við spænska stórveldið Barcelona. Fótbolti 14. júlí 2022 12:31
Olga Færseth: „Sigur og ekkert annað sem við þurfum í dag“ Markamaskínan og goðsögnin Olga Færseth er að sjálfsögðu í Englandi þar sem Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram. Hún ræddi stuttlega við Svövu Krístínu Grétarsdóttur um leik Íslands og Ítalíu sem hefst klukkan 16.00 í dag. Fótbolti 14. júlí 2022 12:20
Sjáðu stemninguna fyrir landsleik Íslands og Ítalíu Ísland mætir Ítalíu í gríðarlega mikilvægum leik í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 í dag. Íslenska liðið þarf sigur til að eiga raunhæfa möguleika á að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 14. júlí 2022 12:00
Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Fótbolti 14. júlí 2022 11:30
EM í dag: „Við verðum að fá þessi þrjú stig, við verðum að klára þetta“ „Það eru allir orðnir aðeins stressaðir. Það er alveg ástæða fyrir því, af því við gerðum jafntefli í fyrsta leiknum þá vitum við hvað þessi leikur þýðir,“ sagði Helena Ólafsdóttir, sérlegur sérfræðingur Stöðvar 2 og Vísis, um leik Íslands og Ítalíu á EM. Fótbolti 14. júlí 2022 10:55
Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“ Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik. Fótbolti 14. júlí 2022 10:30
Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Fótbolti 14. júlí 2022 10:02
Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Fótbolti 14. júlí 2022 09:31
„Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. Íslenski boltinn 14. júlí 2022 09:01
Everton styrkir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu með góðgerðarleik Everton mun spila vináttuleik við úkraínska liðið Dynamo Kyiv þann 29. júlí næstkomandi í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktímabil. Enski boltinn 14. júlí 2022 08:30
Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Fótbolti 14. júlí 2022 08:00
Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 14. júlí 2022 07:30
„Þetta er alveg galið“ Sparkspekingarnir í Stúkunni ræddu mikilvægu málin í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti sínum á mánudaginn síðastliðin. Fótbolti 13. júlí 2022 23:30
Víkingur mætir liði frá Wales í Sambandsdeildinni Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales. Fótbolti 13. júlí 2022 23:01
Sjáðu fagnaðarlæti Keflvíkinga inn í klefa á Hlíðarenda Keflavík vann óvæntan 0-3 útisigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í Bestu-deild karla á mánudagskvöld. Patrik Johannesen, Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson skoruðu mörk Keflavíkur. Fótbolti 13. júlí 2022 22:30
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. Fótbolti 13. júlí 2022 22:01
Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. Fótbolti 13. júlí 2022 21:00
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn gegn Ítalíu Klukkan 15.00 fór fram blaðamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leiki Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Fótbolti 13. júlí 2022 20:30
Mörkin: Karl Friðleifur skoraði tvö er Víkingur skaut Malmö skelk í bringu Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins. Fótbolti 13. júlí 2022 20:00
Færeysku meistararnir skelltu meisturum Noregs | Einu marki frá því að komast áfram Færeyska liðið KÍ Klaksvík vann norska liðið Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn einu í seinni viðureign liðanna forkeppni Meistaradeildarinnar í Færeyjum í kvöld. Fótbolti 13. júlí 2022 19:30
EM í dag: Ítalir eru með hörku lið Svava Kristín Grétarsdóttir tók stöðuna á fjölskyldu Sifjar Atladóttur í undirbúningi fyrir næsta leik landsliðsins í nýjasta þætti af EM í dag. Fótbolti 13. júlí 2022 19:00
„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 18:36
Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. Fótbolti 13. júlí 2022 18:00
Svekkjandi að ná alla vega ekki að skora úr einu horni af tíu Ólafur Pétursson er ekki bara markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta heldur hefur hann ábyrgðarmikið hlutverk þegar kemur að föstu leikatriðunum. Fótbolti 13. júlí 2022 17:30