Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. Fótbolti 10. ágúst 2022 23:01
Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. Enski boltinn 10. ágúst 2022 22:30
Javier Hernandez býðst til þess að spila frítt fyrir Man Utd Javier Hernandez, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður LA Galaxy hefur boðist til þess að koma aftur til félagsins og spila fyrir það án þess að þiggja greiðslur fyrir. Enski boltinn 10. ágúst 2022 22:00
HK styrkir stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar HK-ingar eru komnir með aðra löppina upp í Bestu deildina eftir 4-1 sigur á Þrótt frá Vogum í Lengjudeildinni í kvöld. Sport 10. ágúst 2022 21:30
Real Madrid er besta lið Evrópu Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki. Fótbolti 10. ágúst 2022 21:00
Gætu yfirgefið Barcelona nokkrum vikum eftir komu til félagsins Andreas Christensen og Franck Kessie, leikmenn Barcelona, gætu báðir verið á förum frá Katalóníu vegna fjárhagsvandræða í félagsins. Báðir leikmennirnir voru kynntir til leiks hjá Barcelona í byrjun júlí. Fótbolti 10. ágúst 2022 20:31
Umfjöllun: KA-Ægir 3-0 | Bikarævintýri Ægis lauk á Akureyri KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á 2.deildar liði Ægis frá Þorlákshöfn á Akureyri í kvöld. Sigurinn var torsóttur og öll mörk KA komu á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 20:08
Handtekinn fyrir að njósna um leikmenn Real Madrid Lögreglan í Finnland handtók í dag manneskju sem reyndi að taka myndir með dróna af leikmönnum Real Madrid inn á hótelherbergi sínu í Helsinki. Fótbolti 10. ágúst 2022 19:31
Gary Martin tryggði Selfoss sigur á Þór Tvö rauð spjöld fóru á loft og þrjú mörk voru skoruð þegar Selfoss vann 2-1 endurkomusigur á heimavelli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti 10. ágúst 2022 19:00
Rekinn eftir slæmt gengi á EM KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum. Fótbolti 10. ágúst 2022 18:00
„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Fótbolti 10. ágúst 2022 17:46
Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 16:01
Arnór Ingvi til Norrköping | Ari Freyr með enn einn leiksigurinn Arnór Ingvi Traustason er snúinn aftur til Norrköping í Svíþjóð en hann kemur frá New England Revolution í Bandaríkjunum. Arnór lék með sænska liðinu frá 2014 til 2016. Fótbolti 10. ágúst 2022 14:45
Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 14:01
„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 13:30
Skipta um upphafsleik HM þremur mánuðum fyrir mót Búið er að breyta upphafsleik HM í Katar aðeins þremur mánuðum áður en mótið hefst. Fótbolti 10. ágúst 2022 13:01
Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 11:05
Guðmundur Þórarinsson til Krítar Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi. Fótbolti 10. ágúst 2022 10:46
Sömdu við bakvörð Evrópumeistarana og ætla að nota hana í framlínunni Enska landsliðskonan og nýkrýndi Evrópumeistarinn Rachel Daly hefur gert þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa. Enski boltinn 10. ágúst 2022 10:31
Stofnaði fatalínu fyrir golfara landsins: „Sniðugt að líta út eins og maður geti eitthvað í klúbbhúsinu“ Nafnið Styrmir Erlendsson kveikir ef til vill ekki á mörgum bjöllum nema fólk sé úr Árbænum eða hafi fylgst gríðarlega vel með neðri deildum íslenskrar knattspyrnu undanfarin ár. Styrmir er þó að skapa sér nafn í öðrum geira þessa dagana en hann er á bakvið íslenska golfmerkið Brutta Golf. Golf 10. ágúst 2022 10:00
Sjáðu mörkin hans Alberts Guðmunds og vítið sem hann fékk ekki að taka Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson skoraði tvívegis þegar Genoa komst áfram í ítalska bikarnum í vikunni. Fótbolti 10. ágúst 2022 09:01
Talaði hreint út á Sky Sports um vandamálið með eigendur Man. United Fyrir þá sem hafa velt fyrir sér af hverju eigendur Manchester United eru svona óvinsælir þá ættu þeir að horfa greiningu sem kom fram á Sky Sports í gær. Enski boltinn 10. ágúst 2022 08:30
Man. United sagt núna hafa áhuga á lærisveini Van Nistelrooy Manchester United hefur kannað möguleikann á að kaupa hollenska landsliðsmanninn Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Enski boltinn 10. ágúst 2022 08:01
Giggs sagður hafa hent kærustunni nakinni út á hótelgang Annar dagur af réttarhöldunum yfir Ryan Giggs var ekki mikið betri en sá fyrsti fyrir þennan sigursælasta leikmann í sögu Manchester United. Enski boltinn 10. ágúst 2022 07:31
Keypti bolta og búnað fyrir liðið en segir að félagið hafi svikið samninginn Arnar Hallsson, fyrrverandi þjálfari ÍR, segist hafa hætt þjálfun liðsins sökum þess að félagið hafi ekki staðið við sinn enda samningsins við hann á sínum tíma. Arnar hafi keypt bolta og búnað fyrir ÍR, en að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að afla fjár og koma til móts við hans kröfur. Fótbolti 10. ágúst 2022 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 00:21
Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn. Fótbolti 9. ágúst 2022 23:30
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 0-5 | Einstefna í Keflavík Valur vann 0-5 stórsigur á Keflavík í vægast sagt krefjandi aðstæðum suður með sjó. Leikurinn var einstefna að marki Keflavíkur frá upphafi til enda. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:15
Markasyrpan: Sextánda umferð bauð upp á 26 mörk Hvorki meira né minna en 26 mörk voru skoruð í sextándu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu sem var leikin seinustu tvo daga. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:01