Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“

Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sancho tryggði United þriðja sigurinn í röð

Jadon Sancho skoraði eina mark leiksins er Manchester United sótti Leicester heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-1 og United hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti

Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hætta við 700 milljarða samning við UEFA

Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom.

Fótbolti
Fréttamynd

Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Böngsum rigndi inn á völlinn

Stuðningsmenn Real Salt Lake í MLS-deildinni í fótbolta vestanhafs studdu gott málefni þegar leikur liðsins við Minnesota í nótt. Þeir létu leikfangaböngsum rigna inn á völlinn eftir fyrsta mark liðsins, en allir verða þeir gefnir börnum sem glíma við krabbamein.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt.

Enski boltinn