Tíu leikmenn Bolton björguðu stigi Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton björguðu stigi er liðið heimsótti Morecambe í ensku C-deildinni í dag. Lokatölur urðu 1-1, en jöfnunarmark Bolton kom seint í uppbótartíma. Enski boltinn 5. febrúar 2022 17:12
Manchester City í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur Manchester City vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti B-deildarliði Fulham í FA-bikarnum í dag. Enski boltinn 5. febrúar 2022 16:55
Albert sat á bekknum er tíu leikmenn Genoa sóttu stig gegn Roma Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður í sínum fyrsta leik með Genoa er liðið Gerði markalaust jafntefli gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 5. febrúar 2022 16:03
West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. Enski boltinn 5. febrúar 2022 15:11
Chelsea þurfti framlengingu gegn C-deildarliði Plymouth Evrópumeistarar Chelsea þurftu framlengingu til að slá C-deildarlið Plymouth Argyle úr leik í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Lokatölur urðu 2-1 þar sem bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði sigurmarkið. Enski boltinn 5. febrúar 2022 15:05
Guðlaugur Victor og félagar halda í við toppliðin Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Regensburg í þýsku B-deildinni í dag. Fótbolti 5. febrúar 2022 14:38
Vigdís Edda fer úr Kópavogi til Akureyrar Efstu deildarlið Þórs/KA hefur staðfest komu Vigdísar Eddu Friðriksdóttur en hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Alls lék hún 35 mótsleiki fyrir Blika, þar af sex í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 5. febrúar 2022 14:00
Hetjur Middlesbrough uppaldar í Manchester | Boltinn fór óvart í hendina Middlesbrough sló Manchester United út úr FA-bikarnum í gærkvöld. Mennirnir sem jöfnuðu metin áður en Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni eru báðir uppaldir hjá Manchester United. Enski boltinn 5. febrúar 2022 12:45
Tuchel með veiruna Thomas Tuchel hefur greint með Covid-19. Hann verður því ekki á hliðarlínunni er Chelsea mætir Plymoth Argyle í FA-bikarnum í dag. Chelsea greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Enski boltinn 5. febrúar 2022 11:30
„Foreldrar, ömmur og afar munu segja frá því þegar West Ham mætti á Aggborough“ Það er góð og gild ástæða fyrir því að oft er talað um „töfra FA-bikarsins.“ Segja má að leikur Kidderminster Harriers og West Ham United sem fram fer í dag sé hluti af þeim töfrum. Enski boltinn 5. febrúar 2022 11:01
Andrea Rán gengin til liðs við félag í Mexíkó Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur samið við mexíkóska félagið Club América. Ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða. Fótbolti 5. febrúar 2022 10:00
Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Enski boltinn 5. febrúar 2022 09:01
Þjálfaði tíu ára krakka fyrir fjórum árum en mætir Evrópumeisturunum í dag Steven Schumacher, þjálfari Plymouth Argyle, starfaði fyrir fjórum árum sem þjálfari U-11 ára liðs Everton en í dag mætir hann með C-deildarliðið á Stamford Bridge þar sem Evrópumeistarar Chelsea bíða hans í fjórðu umferð FA-bikarsins. Enski boltinn 5. febrúar 2022 08:01
„Ég hef brennandi áhuga og ástríðu fyrir því að taka þátt í þessari uppbyggingu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Fótbolti 5. febrúar 2022 07:00
Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Enski boltinn 4. febrúar 2022 23:00
„Vonandi hjálpar okkur að takast á við þær aðstæður sem verða á EM“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp liðsins sem tekur þá í SheBelieves mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Fótbolti 4. febrúar 2022 19:26
Conte segir innkaupastefnu Tottenham skrýtna Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, furðar sig á því hvernig félagið stundar viðskipti eftir að félagsskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni og varar félagið við að gera sömu mistök og áður. Enski boltinn 4. febrúar 2022 18:46
Eftirspurnin eftir Brentford treyjum þrjátíufaldaðist við komu Eriksen Aldrei hefur eftirspurnin eftir treyjum enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford verið meiri en eftir að danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen gekk til liðs við félagið á dögunum. Enski boltinn 4. febrúar 2022 18:00
Aron kom Al Arabi á bragðið Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark Al Arabi þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Al Shamal í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 4. febrúar 2022 16:46
Stjarnan fær liðsstyrk frá Fulham Stjarnan hefur fengið varnarmanninn Þorsteinn Aron Antonsson á láni frá Fulham til eins árs. Íslenski boltinn 4. febrúar 2022 16:01
De Gea fyrsti markvörður United sem er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni David de Gea, markvörður Manchester United, var valinn leikmaður janúar-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann er fyrsti markvörðurinn í sex ár sem fær þessa viðurkenningu. Enski boltinn 4. febrúar 2022 15:01
Kvarta yfir því að Kosta Ríka hafi teflt fram covid-smituðum leikmönnum Jamaíska knattspyrnusambandið ætlar að kvarta til FIFA vegna gruns um að Kosta Ríka hafi teflt fram tveimur kórónuveirusmituðum leikmönnum í leik liðanna í undankeppni HM 2022 í vikunni. Fótbolti 4. febrúar 2022 14:30
Stórstjörnur ekki valdar í bandaríska landsliðið fyrir leikina á móti Íslandi Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa verið í leiðtogahlutverkum hjá bandaríska fótboltalandsliðinu og andlit liðsins út á við. Ekki lengur. Fótbolti 4. febrúar 2022 12:31
Kom Egyptum í úrslit og bað strax um frestun á úrslitaleiknum Þjálfarar Egyptalands voru fljótir að tala fyrir tilfærslu á úrslitaleiknum eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn í Afríkukeppninni í gær á móti heimamönnum í Kamerún. Fótbolti 4. febrúar 2022 12:00
Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Fótbolti 4. febrúar 2022 11:30
Vanda vill leiða KSÍ áfram Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári. Fótbolti 4. febrúar 2022 09:19
„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Fótbolti 4. febrúar 2022 09:00
Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4. febrúar 2022 08:31
Roy Keane gæti snúið aftur í þjálfun Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, gæti snúið sér aftur að þjálfun eftir tíu ára fjarveru, en Sunderland er sagt hafa áhuga á því að ræða við kappann. Enski boltinn 4. febrúar 2022 06:30
Segir að slæmt samband sitt við Arteta hafi átt stóran þátt í brottförinni Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum framherji Arsenal, segir að samband hans við þjálfara liðsins, Mikel Arteta, hafi verið orðið stirt og það hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans um að yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Barcelona. Enski boltinn 3. febrúar 2022 23:31