

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.
Bjarni Benediktsson segist telja að starfsfólk Landspítalans treysti á að stjórnvöld láti ekki verk úr hendi falla og framkvæmdum verði haldið áfram við Hringbraut.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag.
Aukin harka að færast í kosningabaráttuna með nafnlausum ávirðingum.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mætir í sjötta þáttinn af Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13:30 í dag.
Stúdentaráð Háskóla Íslands, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík og Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri standa fyrir opnum fundi um undirfjármögnun háskólanna
Formaður Viðreisnar biður bloggarann Láru Hönnu að rifa seglin.
Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi situr fyrir svörum í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í dag en þátturinn er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi.
Tillaga Pírata um stjórnarsamstarf á vinstrivængnum leggst misjafnlega í stjórnmálaleiðtoga flokkanna. Viðreisn er ekki spennt fyrir þátttöku og segist vilja leggja sín baráttumál á borð kjósenda ómenguð.
Píratar hafa boðað formenn fjögurra flokka til fundar við sig um mögulegt stjórnarsamstarf og drög að stjórnarsáttmála sem kynna á tveimur dögum fyrir kosningar.
Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar
Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við.
Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig.
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka
Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar.
Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins.
Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er harðorður í garð fjármálaráðherra í grein sem Fréttablaðið birti í dag. Þar segir hann Bjarna hafa afþakkað að mæta sér í beinni útsendingu í sjónvarpssal.
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn fengu falleinkunn í loftslagsrýni sem unnin var á dögunum af fréttavefnum Loftslag.is.
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar.
Engin formleg kæra hefur borist Framsóknarflokknum vegna formannskjörs flokksins á Flokksþinginu í Háskólabíói þann 2. október síðastliðinn.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent.
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag.
Pendúllinn gerir upp skrautlega viku í pólitíkinni.
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar hefur ekki rætt við Óskar Stein Jónínuson Ómarsson ritara flokksins vegna ummæla sem hann lét falla á Twitter í gær um Egil Einarsson sem er betur þekktur sem Gillz.
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi mætir í fimmta þáttinn af Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13:30 í dag.
Alþýðufylkingin hefur fullskipað framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær.
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins Suðurkjördæmi situr fyrir svörum í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í dag en þátturinn er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi.