Hvalabjór í fyrsta skipti á markað Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. janúar 2014 07:30 Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað. Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Ný tegund af bjór, Hvalabjór, kemur á markað nú í janúar. Það er Brugghús Steðja í Borgarfirði sem framleiðir bjórinn í samstarfi við Hval hf. Bjórinn er bruggaður með hvalmjöli sem er mjög próteinríkt og í því er nánast engin fita. Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, segir að enginn viðbættur sykur sé notaður og það geri drykkinn að mjög heilnæmum drykk. Um sé að ræða bragðmikinn þorrabjór.Eigengur Steðja eru þau Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson.Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur um að hvalfriðungar muni ekki láta í sér heyra segir hann svo vera. „Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir Dagbjartur. „Við vonum þó að Íslendingar verði sáttir við þetta enda erum við að stíla þetta inn á þorrann og á honum er nú ýmislegt misjafnt étið og drukkið,“ segir hann. Hvalbragðið mun koma fram í undirtóni bjórsins og mun einnig finnast á eftirbragðinu. Bjórinn verður 5,2 prósent alkóhól og hann verður síaður og gerilsneyddur. Miðinn á flöskunni er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. Hvalabjórinn er væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. „Við erum rúmlega eins árs gamalt fyrirtæki og erum að fóta okkur á markaðnum. Við erum með fimm fastar tegundir og erum að koma inn með árstíðabundna bjóra. Þetta er ein leið til að kynna okkur,“ segir Dabjartur um komu Hvalabjórsins á markað.
Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent