Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2025 16:14 Rannveig Rist verður 65 ára í maí á næsta ári. Vísir/Egill Rannveig Rist hyggst láta af störfum sem forstjóri ISAL í Straumsvík í maí eftir þrjátíu ár í forstjórastól. Rannveig greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Linkedin. „Ég er afar þakklát fyrir að fá að velja sjálf að hætta hjá fyrirtækinu á þeim tímapunkti sem mér þykir réttur – bæði fyrir mig persónulega og fyrir fyrirtækið,“ segir Rannveig í persónulegum pósti. Þar rifjar hún upp þegar hún sótti 28 ára gömul um starf hjá ISAL í Straumsvík sem þá var í eigu svissneska fyrirtækisins Alusuisse. Árið var 1990. Ár í órafjarlægð „Á þeim tíma þurfti að senda út formlega tilkynningu til móðurfélagsins um ráðningar í stöður yfirmanna hjá ISAL. Allt sem ég las yfir var kunnuglegt og kom heim og saman, nema fjórir tölustafir í hægra horninu. 2 0 2 6.“ Hún hafi spurt út í tölurnar og henni tjáð að þetta væri árið sem hún færi á eftirlaun. „Og nú er að koma að þessu ári sem virtist í svo mikilli órafjarlægð árið 1990 að ég tengdi ekki þessa fjóra tölustafi einu sinni við ártal á komandi öld. Þann 9. maí 2026 fagna ég 65 ára afmæli mínu. Á þeim degi mun ég einnig hætta störfum sem forstjóri ISAL, þá á mínu þrítugasta ári sem forstjóri.“ Hún segir fyrirtækið standa vel. „Þeir mælikvarðar sem við höfum bein áhrif á með störfum okkar í Straumsvík standa sterkt og sumir hverjir með hæsta móti innan móðurfélagsins, Rio Tinto. Ég er afar stolt af þeim árangri sem starfsfólkið í Straumsvík nær með störfum sínum og þeirri menningu sem þar hefur byggst upp síðustu áratugi. Starfsánægja mælist mjög há, varan sem framleidd er þar er í hæsta gæðaflokki, við stöndum okkur vel í því sem varðar öryggi, heilbrigði og umhverfismál og leitum stöðugt nýrra leiða til umbóta og framþróunar. Starfsfólkið í Straumsvík er á heimsmælikvarða.“ Hlakkar enn til að mæta í vinnuna Hún hafi alla tíð notið sín í Straumsvík og haft einstaklega gaman af vinnunni. „Þar hef ég fengið tækifæri til að takast á við bæði skemmtileg og krefjandi verkefni í áranna rás í gefandi samstarfi við yndislega vinnufélaga. Mér finnst verkefnin enn þann dag í dag spennandi og hlakka hvern dag til þess að mæta til vinnu.“ Næsta vor taki við spennandi tímar sem hún muni njóta í faðmi fjölskyldu og vina og einnig fá tækifæri til að takast á við annars konar verkefni tengd mínum áhugamálum og reynslu. Áliðnaður Hafnarfjörður Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Ég er afar þakklát fyrir að fá að velja sjálf að hætta hjá fyrirtækinu á þeim tímapunkti sem mér þykir réttur – bæði fyrir mig persónulega og fyrir fyrirtækið,“ segir Rannveig í persónulegum pósti. Þar rifjar hún upp þegar hún sótti 28 ára gömul um starf hjá ISAL í Straumsvík sem þá var í eigu svissneska fyrirtækisins Alusuisse. Árið var 1990. Ár í órafjarlægð „Á þeim tíma þurfti að senda út formlega tilkynningu til móðurfélagsins um ráðningar í stöður yfirmanna hjá ISAL. Allt sem ég las yfir var kunnuglegt og kom heim og saman, nema fjórir tölustafir í hægra horninu. 2 0 2 6.“ Hún hafi spurt út í tölurnar og henni tjáð að þetta væri árið sem hún færi á eftirlaun. „Og nú er að koma að þessu ári sem virtist í svo mikilli órafjarlægð árið 1990 að ég tengdi ekki þessa fjóra tölustafi einu sinni við ártal á komandi öld. Þann 9. maí 2026 fagna ég 65 ára afmæli mínu. Á þeim degi mun ég einnig hætta störfum sem forstjóri ISAL, þá á mínu þrítugasta ári sem forstjóri.“ Hún segir fyrirtækið standa vel. „Þeir mælikvarðar sem við höfum bein áhrif á með störfum okkar í Straumsvík standa sterkt og sumir hverjir með hæsta móti innan móðurfélagsins, Rio Tinto. Ég er afar stolt af þeim árangri sem starfsfólkið í Straumsvík nær með störfum sínum og þeirri menningu sem þar hefur byggst upp síðustu áratugi. Starfsánægja mælist mjög há, varan sem framleidd er þar er í hæsta gæðaflokki, við stöndum okkur vel í því sem varðar öryggi, heilbrigði og umhverfismál og leitum stöðugt nýrra leiða til umbóta og framþróunar. Starfsfólkið í Straumsvík er á heimsmælikvarða.“ Hlakkar enn til að mæta í vinnuna Hún hafi alla tíð notið sín í Straumsvík og haft einstaklega gaman af vinnunni. „Þar hef ég fengið tækifæri til að takast á við bæði skemmtileg og krefjandi verkefni í áranna rás í gefandi samstarfi við yndislega vinnufélaga. Mér finnst verkefnin enn þann dag í dag spennandi og hlakka hvern dag til þess að mæta til vinnu.“ Næsta vor taki við spennandi tímar sem hún muni njóta í faðmi fjölskyldu og vina og einnig fá tækifæri til að takast á við annars konar verkefni tengd mínum áhugamálum og reynslu.
Áliðnaður Hafnarfjörður Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira