Fleiri fréttir

Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréfi í gær þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Vísaði hann til ummæla uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter og sagði fyrirtækið hafa brotið gegn skilmálum kaupsamningsins, séu ásakanir Zatkos sannar.

Goog­le fegri upp­lýsingar um mengum vegna flug­ferða

Leitarvélin og tæknirisinn Google hefur verið sakaður um það að fegra magn mengunar sem komi frá flugum sem finnist í flugleitarkima leitarvélarinnar. Leitarniðurstöður Google hafi nú í einhvern tíma birt hversu mikil mengun eða magn gróðurhúsalofttegunda komi frá hverju flugi fyrir sig.

Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld.

Streymisstríðið tekur stakkaskiptum

Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði.

Fé­lagi Davíðs barst til­boð um sam­runa

Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur.

Allt það helsta sem Samsung kynnti til leiks í dag

Í dag kynnti Samsung til leiks tvo nýja síma, tvö snjallúr og ný heyrnartól. Símarnir eru báðir gæddir þeim eiginleika að hægt er að brjóta þá saman og eru þeir því svokallaðir samlokusímar.

Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter.

Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum

Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn.

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð

Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Verð­bólga á evru­svæðinu aldrei verið meiri

Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 

Sprite kveður grænu flöskuna

Frá og með fyrsta ágúst verður gosdrykkurinn Sprite aðeins fáanlegur í glærum flöskum í stað þeirra grænu, þessi breyting er gerð til þess að gera flöskurnar endurvinnanlegri. 

Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár

Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár.

Hækka stýri­vexti í fyrsta skipti í ellefu ár

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig til að stemma stigu við 8,6 prósent verðbólgu á evrusvæðinu. Hækkunin er sú fyrsta sem seðlabankinn ræðst í síðan 2011.

Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt

Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt.

Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims

Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu.

Stefna á að geta fargað þremur milljónum tonna af kol­tví­sýringi á ári

Íslenska kolefnisbindifyrirtækið Carbfix hefur fengið sextán milljarða króna styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Fjármununum verður varið í uppbyggingu stöðvar sem mun taka á móti og farga koltvísýringi frá öðru löndum. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum eftir tíu ár.

Mest­a verð­bólg­a Band­a­ríkj­ann­a í fjör­u­tí­u ár

Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu.

Ný Barbí­dúkka Jane Goodall komin á markað

Mattel, framleiðendur Barbí hafa nú gefið út dúkku eftir útliti fremdardýrafræðingsins, Dr. Jane Goodall. Dúkka Goodall er hluti af línu Barbí sem einblínir á hvetjandi konur.

Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk

Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut.

Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt

Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala.

Pringles biðlar til félags áttfætlufræða

Snakkframleiðandinn Pringles vill að köngulóar tegund þekkt sem Kidney Garden spider (Araneus mitificus), verði nefnd Pringles spider eða Pringles köngulóin. Pringles biðlar nú til félags áttfætlufræða með undirskriftalista.

Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál

Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum.

Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“

Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.