Viðskipti erlent

Google muni eyða staðsetningargögnum til þess að vernda viðskiptavini

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Getty/SOPA Images

Bandaríski netrisinn Google mun eyða staðsetningarupplýsingum notenda þegar þeir heimsækja staði sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá fyrirtækinu.

Til viðbótar við staðsetningargögn þeirra sem sækja sér þungunarrofsþjónustu verður meðal annars gögnum þeirra sem nýta sér þjónustu meðferðarúrræða fyrir fólk með fíknivanda eytt. 

Þessi möguleiki, að eyða staðsetningargögnum hefur alltaf verið í höndum notenda en hefur Google nú frumkvæði af því vegna viðsnúnings Hæstaréttar Bandaríkjanna á dómnum sem kenndur er við á Roe gegn Wade sem tryggði bandarískum konum aðgang að þungunarrofi. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um málið.

Google sem og önnur tæknifyrirtæki fá margar upplýsingabeiðnir frá stjórnvöldum hvað varðar gögn einstaklinga og segist fyrirtækið reyna að hafna þeim sem eigi ekki við rök að styðjast.

Talsmenn Google segjast leggja sig fram við að vernda viðskiptavini sína og styrkja varnir persónuupplýsinga hjá fyrirtækinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.