Viðskipti erlent

Pringles biðlar til félags áttfætlufræða

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá köngulónna, Araneus mitificus.
Hér má sjá köngulónna, Araneus mitificus. Getty/ePhotocorp, Getty/Amith Nag Photography

Snakkframleiðandinn Pringles vill að köngulóar tegund þekkt sem Kidney Garden spider (Araneus mitificus), verði nefnd Pringles spider eða Pringles köngulóin. Pringles biðlar nú til félags áttfætlufræða með undirskriftalista.

Fyrirtækinu þykir bak köngulóarinnar vera ansi líkt merki fyrirtækisins og hefur lofað að gefa fyrstu 1.500 einstaklingunum sem skrifa undir beiðnina 1.500 fría hólka af Pringles ef hún verður samþykkt. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 5.234 skrifað undir en undirskriftalistann má sjá hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.