Viðskipti erlent

Sprite kveður grænu flöskuna

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sprite verði ekki lengur í grænum flöskum.
Sprite verði ekki lengur í grænum flöskum. Getty/SOPA

Frá og með fyrsta ágúst verður gosdrykkurinn Sprite aðeins fáanlegur í glærum flöskum í stað þeirra grænu, þessi breyting er gerð til þess að gera flöskurnar endurvinnanlegri. 

Í umfjöllun CBS News um málið kemur fram að grænu flöskurnar verði glærar til þess að betur sé hægt að endurvinna þær og gera úr þeim nýjar flöskur. 

Merki Sprite og pakkningar verði endurhannaðar en framleiðandinn muni halda í græna miðann sem einkenni drykkinn. Coca-cola muni þó ekki aðeins breyta grænu flöskum Sprite heldur einnig Fresca, ásamt fleiri drykkjum. 

Muni þessi breyting hjálpa til við að koma plasti í hringrásahagkerfið. 

Coca-cola hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna plastmengunar í gegnum tíðina en fyrirtækið hefur verið sakað um grænþvott.  Í umfjöllun Guardian um grænþvott stórfyrirtækja frá því í júní kemur fram að Coca-cola standi fremst í plastmengun á heimsvísu. 


Tengdar fréttir

Græn­þvottur stór­fyrir­tækja opin­beraður

Ný skýrsla opinberar misvísandi framsetningu stórfyrirtækja á umhverfisáhrifum umbúða sinna eða framleiðslu. Í skýrslunni er til dæmis fjallað um fyrirtæki Kim Kardashian, Skims og gosdrykkjaframleiðandann Coca-cola.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.