Fleiri fréttir

Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína

Börn í Kína mega einungis spila netleiki í þrjá tíma á viku. Leikjafyrirtækjum hefur verið gert að ganga úr skugga um að börn geti ekki spilað slíka leiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags, laugardags og sunnudagskvöldum.

Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum

Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins.

Seldi launabónusinn fyrir 95 milljarða króna

Tim Cook forstjóri Apple hagnaðist um 750 milljónir dollara eða 95 milljarða króna þegar hann seldi fimm milljónir hluta í fyrirtækinu, sem hann fékk sem launauppbót eftir að hafa verið forstjóri Apple í tíu ár.

On­lyFans dregur í land: Klámið á­fram leyft

Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð.

Alitalia gjaldþrota

Ítalska flugfélagið Alitalia tilkynnti um gjaldþrot í dag og mun hætta starfsemi þann 15. október. Öllum flugferðum eftir þá dagsetningu verður því aflýst.

Guð­faðir sudoku-þrautanna er látinn

Japaninn Maki Kaji, sem þekktur var sem „guðfaðir“ sudoku-þrautanna, er látinn. Hann lést í morgun af völdum krabbameins, 69 ára að aldri.

Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta

Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg.

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki

Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021.

Kynna nýja samloku- og langlokusíma á miðvikudaginn

Tæknirisinn Samsung mun kynna nýjustu snjalltæki fyrirtækisins á miðvikudaginn. Það verður gert á Unpacked 2021, árlegri kynningu fyrirtækisins, og er fastlega búist við því að nýjar útgáfur tveggja samanbrjótanlegra síma verði opinberaðar.

Gates harmar samskiptin við Epstein

Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála.

Methagnaður hjá Sony

Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna.

Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum

Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir