Viðskipti erlent

Nýttu sér réttindi fyrir 2,1 milljarð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluthafar Icelandair gátu nýtt sér áskriftarréttindi sín.
Hluthafar Icelandair gátu nýtt sér áskriftarréttindi sín. Vísir/Vilhelm

Hluthafar Icelandair nýttu sér áskriftarréttindi á nýjum hlutabréfum í félaginu fyrir alls 2,1 milljarð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en fresturinn til að nýta sér áskriftarréttindin að þessu sinni rann út þann 19. ágúst síðastliðinn.

Umrædd áskriftarréttindi fylgdu þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair síðastliðið haust. Í tilkynningunni segir að hluthafar hafi nýtt sér áskriftarréttindi fyrir alls 16,4 milljónir dollara, um 2,1 milljarð króna.

Alls fá hluthafar rétt til að nýta sér áskriftarréttindi þrisvar sinnum, og er þetta fyrsta umferð nýtingar.

Nýtingarverðið var 1,13 krónur á hlut, sem er töluvert undir gengi Icelandair á markaði, sem nú stendur í 1,43 krónum á hlut.


Tengdar fréttir

Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp

Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum.

Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun.

Samþykktu hlutafjáraukningu og fulltrúi Bain komin í stjórn

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestingasjóðsins Bain Capital í félaginu. Fulltrúi sjóðsins kemur inn í stjórn og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, stígur til hliðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.