Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 16:00 Vodafone er annað fjarskiptafyrirtækið í Bretlandi sem hefur tilkynnt að það ætli að taka aftur upp reikigjöld í Evrópu. Vísir/EPA Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi. Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi. Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Vodafone í Bretlandi tilkynnti að það ætlaði að taka upp reikigjöld innan Evrópu aftur frá og með janúar. Gjaldið verður að minnsta kosti eitt pund, jafnvirði um 175 íslenskra króna. Breytingin er aðeins sögð ná til nýrra viðskipta og þeirra sem skipta um áskriftarleiðir frá og með deginum í dag. Núverandi viðskiptavinir verði ekki rukkaðir um gjaldið á meðan þeir eru í sömu áskriftarleið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði keppinauturinn EE tilkynnt um sambærileg gjöld í júní en þau taka einnig gildi í byrjun næsta árs. Reikigjöld af símtölum, smáskilaboðum og netnotkun sem fjarskiptafyrirtæki rukkuðu viðskiptavini sína um þegar þeir voru erlendis voru bönnuð innan Evrópusambandsins með reglugerð sem tók gildi í júní árið 2017. Linda Garðarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Vodafone á Íslandi, staðfestir við Vísi að ákvörðun breskra fjarskiptafyrirtækja hafi ekki nein áhrif á reikigjöld viðskiptavina Vodafone á Íslandi þegar þeir ferðast til Bretlands. Upphaflega sögðust bresku fjarskiptafyrirtækin ekki ætla að taka upp reikigjöldin á ný eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Gjöldin voru ekki bönnuð með viðskiptasamningnum sem bresk stjórnvöld og Evrópusambandið skrifuðu undir í desember þó að fjarskiptafyrirtækin væru hvött til að halda gjaldskrám sínum „gegnsæjum og sanngjörnum“. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone á Íslandi.
Fjarskipti Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira