Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Sony

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirtækið hagnaðist á mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum, leikjatölvum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða.
Fyrirtækið hagnaðist á mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum, leikjatölvum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. AP/Koji Sasahara

Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna.

Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða.

Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000).

Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony.

Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári.

Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða.

Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.