Samsung mun líklegast kynna nýja síma, ný úr og ný heyrnartól.EPA/JEON HEON-KYUN
Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021.
Gífurlega mikið af upplýsingum um kynningu dagsins virðist hafa lekið á netið á undanförnum vikum. Því þykjast tækniblaðamenn ytra nokkuð vissir um hvaða tæki Samsung mun kynna.
Þar á meðal eru þriðju kynslóðir samlokusímans Galaxy Z Flip og langlokusímans Galazy Z Fold.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.