Fleiri fréttir

Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum.

Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað.

Wal­mart fjar­lægir skot­vopn og skot­færi úr hillum

Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur fjarlægt öll skotvopn og skotfæri úr hillum þúsunda verslana um öll Bandaríkin þar sem stjórnendur hafa áhyggjur af hugsanlegum óróa og mótmælum í landinu í náinni framtíð.

Heathrow missir fyrsta sætið

Heathrow-flugvöllur í London hefur misst efsta sætið á listanum yfir umferðarþyngstu flugvelli Evrópu.

Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið

Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann.

Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða

Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því.

Saka Google um að vera einokunarhringur

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur.

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu

Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi.

Lýstu yfir áhyggjum við fjárfesta en ekki almenning

Á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðmenn gerðu lítið úr hættunni vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sögðu þeir áhrifamönnum í viðskiptalífi Bandaríkjanna á einkafundum að staðan væri ekki góð.

Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur

Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga.

Breskir vertar hóta málssókn

Breskir bar- og næturklúbbaeigendur segjast ætla að fara í mál við ríkið verði frekari takmarkanir eða lokanir settar á. 

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag

Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu

Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.

Banda­rísk flug­fé­lög segja upp tugum þúsunda

Stærstu flugfélög Bandaríkjanna hyggjast segja upp tugi þúsunda starfsmanna sinna eftir að þingmönnum á bandaríska þinginu mistókst að komast að samkomulagi um aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum sem farið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.