Viðskipti erlent

H&M hyggst loka 250 verslunum á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er tekið fram í uppgjörinu í hvaða löndum til standi að loka verslunum.
Ekki er tekið fram í uppgjörinu í hvaða löndum til standi að loka verslunum. Getty

Sænski fatarisinn H&M hyggst þrátt fyrir margmilljarða hagnað loka 250 verslunum á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs, en samstæðan greinir frá þessu í árshlutaskýrslu á heimasíðu sinni.

Í skýrslunni segir að sala H&M hafi dregist saman um 16 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við síðasta ár. 

Í upphafi þriðja ársfjórðungs hafi verið um níu hundruð af um fimm þúsund verslunum H&M verið lokaðar vegna heimsfaraldursins, en í lok ársfjórðungsins voru um tvö hundruð enn lokaðar.

Aðgerðir stjórnvalda í hverju landi fyrir sig hefur sömuleiðis víða haft áhrif á opnunartíma verslana.

Í skýrslunni segir að í tilfelli um fjórðungs verslana H&M sé hægt að endursemja um eða segja upp leigusamningi á hverju ári. Á árinu 2021 sé áætlað um verslunum fækki um 250.

Ekki er tekið fram í hvaða löndum til standi að loka verslunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3
28
688.053
TM
1,52
3
40.376
EIK
1,37
1
11.100
SIMINN
1,21
3
165.206
VIS
1,18
1
42.140

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-0,42
4
23.991
REGINN
-0,31
2
3.402
ICEAIR
0
6
4.407
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.