Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Samsung og ríkasti maður Suður-Kóreu látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Lee Kun-hee árið 2011 þegar hann stýrði sendinefnd Suður-Kóreu sem sóttist eftir að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018. 
Lee Kun-hee árið 2011 þegar hann stýrði sendinefnd Suður-Kóreu sem sóttist eftir að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018.  AP/Schalk van Zuydam

Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung Group, er látinn 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara, jafnvirði hátt í þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Samsung Group er stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu. Lee tók við fyrirtækinu af föður sínum sem stofnaði það árið 1938. Hann byrjaðir fyrst að vinna fyrir samsteypuna árið 1968 og tók við sem stjórnarformaður eftir andlát föður síns árið 1987. Í tíð Lee varð Samsung Group að einu mesta viðskiptaveldi í heimi.

Þrátt fyrir auðævi og velgengni í viðskiptalífinu forðaðist Lee sviðsljósið og var þekkur sem „einsetukóngurinn“ í Suður-Kóreu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var ekki óumdeildur og var í tvígang sakfelldur fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hafa mútað Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta landsins.

Eftir að Lee var ákærður fyrir skattvik og fjárdrátt árið 2008 vék hann úr stóli stjórnarformanns. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en hlaut forsetanáðun ári síðar og tók aftur við sem stjórnarformaður. Stýrði hann umsókn Suður-Kóreu um Vetrarólympíuleikana árið 2018.

Ekki hefur verið greint frá banameini Lee en hann hefur þurft á umönnun að halda frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2014.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.