Viðskipti erlent

Olíuverðið fór aftur yfir 96 dollara

Olíuverðið á markaði í Bandaríkjunum fór aftur yfir 96 dollara á tunnuna í morgun. Ástæðan er útlit fyrir að OPEC ríkin muni draga úr framleiðslu sinni á næstunni.

Fjallað er um málið á fréttavef Bloomberg og þar kemur fram að OPEC ríkin hafi hugsað sér að draga töluvert úr framleiðslu sinni þegar vetri lýkur. Auk þess hafa truflanir á olíuframleiðslu í ríkjum á borð við Nígeríu sín áhrif á hækkandi olíuverð þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×