Fleiri fréttir Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. 9.8.2007 13:58 Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. 9.8.2007 10:39 Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. 9.8.2007 09:45 Óbreyttir vextir vestra Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í fyrrakvöld að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum þrátt fyrir væringar í bandarísku efnahagslífi. 9.8.2007 02:00 Fyrsta flugi Virgin America frestað vegna veðurs Breski auðkýfingurinn Richard Branson hefur sett á stofn nýtt flugfélag, Virgin America sem ætlað er að verða í forystu á hinum harða markaði innanlandsflugs í Bandaríkjunum. Fyrsta flugvélin á vegum hins nýja félags átti að hefja sig til lofts frá JFK flugvelli í Bandaríkjunum í dag með pompi og pragt, en fresta þurfti fluginu vegna gífurlegra rigninga í borginni. 8.8.2007 17:30 Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. 8.8.2007 14:54 Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. 8.8.2007 11:03 Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. 8.8.2007 10:04 Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. 8.8.2007 09:15 Kapítalskt nirvana The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. 8.8.2007 00:01 Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta var í níunda skiptið í röð sem ákveðið er að halda vöxtunum óbreyttum og hefur vaxtastigið verið það sama síðan í júní 2006. Misserin þar á undan höfðu vextirnir hins vegar hækkað jafnt og þétt. 7.8.2007 19:41 Danske varar við krónunni Danske Bank er enn svartsýnn um íslensks efnahagsmál. Í nýrri greiningu eru fjárfestar varaðir við krónunni. Illa grunduð skrif segir Ólafur Ísleifsson. 4.8.2007 02:00 Brithis Airways sektað um 34 milljarða Bandarísk og bresk samkeppnisyfirvöld sektuðu í dag flugfélagið Brithis Airways um 34 milljarða vegna verðsamráðs. Stjórnendur flugfélagsins hafa viðurkennt að hafa á tímabilinu ágúst 2004 – janúar 2006, haft samráð við Virgin Atlantic flugfélagið um aukaálagningu á flugmiða vegna hækkandi olíuverðs. Aukaálagning nam frá 600 íslenskum krónum og allt upp í 7600 á þessum tíma. 1.8.2007 16:25 Verkamannaskortur vandamál í Póllandi Frá því að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004 hafa meira en milljón ungir verkamenn elt hærri laun til annarra Evrópulanda. Fyrir vikið stendur landið frammi fyrir verulegum verkamannaskorti. 1.8.2007 04:45 Skaðvaldar á svartan lista Stjórnvöld í Kína hafa nú komið sér upp sínum fyrsta svarta mengunarlista. Hann prýða þrjátíu kínversk fyrirtæki sem á einn eða annan hátt hafa brotið mengunarlög landsins. 1.8.2007 02:15 Journal rennur Murdoch úr greipum Eigendur Dow Jones eru sagðir hafa horn í síðu Ruperts Murdoch og vilja að þóknanlegri menn eignist fyrirtækið. 1.8.2007 01:30 Stóraukin viskídrykkja Eftirspurn eftir vískí hefur aukist gríðarlega síðustu árin og má ætla að sú þróun haldi áfram. 1.8.2007 01:30 Gott uppgjör í Færeyjum Hagnaður hins færeyska Eik banka nam tæpum 2,3 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi árs. Um er að ræða rétt rúma þrjátíu prósenta hagnaðaraukningu sé miðað við sama tímabil í fyrra. 27.7.2007 05:00 Century tapar 3,6 milljörðum Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum tapaði 60,7 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Það jafngildir 3,6 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 45,8 milljónum Bandaríkjadala. 26.7.2007 02:00 Með fimmtungshlut í Sampo Exista hf. fer nú með A-hluti í finnska tryggingafélaginu Sampo sem nema 19,93 prósentum af heildarhlutafé í félaginu, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki. 26.7.2007 01:00 Umfangsmikil sjóræningjastarfsemi leyst upp Kínverska lögreglan og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafa leyst upp tvo umfangsmikla kínverska glæpahringi sem ábyrgir eru fyrir fölsun og dreifingu á allt að tveimur milljörðum eintaka af tölvuhugbúnaði. Hringirnir störfuðu í Shanghai og Shenzhen í Kína en dreifðu framleiðslu sinni víða um heim. 25.7.2007 14:19 Dýrkeypt flóð Flóðin í Englandi munu verða breskum tryggingafélögum dýrkeypt. Samkvæmt frétt á vef BBC mun kostnaðurinn sem fellur á þau vegna flóðanna í júní og júlí ekki verða undir tveimur milljörðum punda. Það nemur um 245 milljörðum íslenskra króna. 25.7.2007 00:01 GTA IV er vel á veg kominn Það fer að styttast í að fjórði Grand Theft Auto leikurinn komi út. leikurinn lítur vel út. Hvern hefði grunað að meðalunglingnum fyndist fátt skemmtilegra en keyra hratt , skjóta fólk og verða illræmdasti glæpamaðurinn í borginni? 23.7.2007 15:30 Kínverjar hækka stýrivexti Kínverjar hafa hækkað stýrivexti í 6,67 prósent. Um er að ræða fimmtu stýrivaxtahækkunina undanfarið ár. Verðbólga í landinu hefur ekki verið meiri í fimm ár. 20.7.2007 15:26 Hagnaður Google eykst en er samt undir væntingum Hagnaður Google jókst um 28% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en var samt undir væntingum. Hagnaður fyrirtækisins nam 925 milljónum Bandaríkjadala en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins um 720 milljónir dollara. 19.7.2007 22:14 Sjálfeyðandi vafrakökur hjá Google Vefrisinn Google hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að vafrakökurþeirra, litlar skrár sem að vistast á tölvu notanda þegar hann heimsækir vefsíðu, muni eyðast sjálfkrafa eftir tvö ár. 19.7.2007 15:57 Vanskil valda vandræðum Áhrif vanskila áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum setja nú mark sitt á fjármálaheiminn vestra. Vanskilin má rekja til þess að fjármálastofnanir hafa í uppgangi síðustu ára boðið húsnæðislán á hagstæðum kjörum til handa viðskiptavinum með litla greiðslugetu og litlar eða engar eignir. Vanskil á þessum fasteignalánum samfara kælingu á bandaríska húsnæðismarkaðinum hefur komið illa við lánveitendur. Frá þessu segir í Morgunkorni Glitnis. 19.7.2007 14:56 Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp. 19.7.2007 11:28 Enga tónlist í þrumveðri Læknar frá Vancouver í Kanada hafa varað fólk við því að fara út með mp3-spilara í þrumuveður. Í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine rekja læknarnir mál ungs manns sem fékk eldingu í sig þegar hann fór út að skokka í þrumuveðri. 18.7.2007 16:00 Blað brotið í flugsögunni Hjá Boeing eru menn hins vegar þess fullvissir að hafa brotið blað í flugsögunni með nýju vélinni. Sérfróðir segja hana eins og geimskutlu við hlið annarra véla og standi jafnvel geimskutlum framar á sumum sviðum, svo sem hvað varðar flugstjórnarhugbúnað. 18.7.2007 05:00 Coke eykur söluna Hagnaður bandaríska drykkjarvöruframleiðandans Coca-Cola nam rúmum 111 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári og jókst um tæpt prósent milli ára. 18.7.2007 04:45 Dræmur vöxtur vöruskipta hjá G7-iðnríkjunum Vöruútflutningur sjö helstu iðnríkja heims (G7) jókst um 0,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fjórðungnum á undan. Þetta sýna nýbirtar tölur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) yfir alþjóðlegar hagstærðir. Til G7-landanna teljast Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin. 18.7.2007 04:30 Flugferðir með glænýju sniði Gríðarleg eftirvænting var á frumsýningu farþegaþotunnar nýju frá Boeing í Everett, skammt frá Seattle í Bandaríkjunum, sunnudaginn 8. júlí síðastliðinn. Staðreyndin er enda sú að aldrei hefur meira verið selt í forsölu af einni vél, 677 stykki. 18.7.2007 03:15 Flugfélög slást um Kínaflugið Nokkur bandarísk flugfélög hafa sótt um heimild til beins flugs milli Bandaríkjanna og Kína. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna fer nú yfir umsóknir og útdeilir leyfum, að því greint er frá í Bandarískum fjölmiðlum. Um nokkrar flugleiðir er að ræða, eitt flug á að hefjast á þessu ári, annað á næsta og fjórar nýjar flugleiðir árið 2009. 18.7.2007 03:00 Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. 18.7.2007 02:15 Milljón pund fyrir salmonellunammi Sætindarisinn Cadbury hefur verið sektaður um eina milljón punda, rúmlega 122 milljónir króna, eftir að fjörutíu veiktust í kjölfar þess að hafa gætt sér á súkkulaðistykki frá fyrirtækinu. Salmonellan varð til þess að Cadbury sá sig knúið til að endurkalla meira en milljón súkkulaðistykki í Bretlandi. 18.7.2007 02:00 Óbreytt verðbólga í Evrulandi Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil hélst óbreytt frá fyrri mánuði í júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu. Verðbólgan mælist 1,9 prósent og er því rétt undir markmiði Seðlabanka Evrópu um tveggja prósenta verðbólgu. 18.7.2007 01:30 Skoða sögur af illri meðferð verkafólks Bresku verslanakeðjurnar Tesco og Asda kanna nú réttmæti staðhæfinga um að illa sé farið með starfsfólk fataverksmiðja í Bangladesh, sem keðjurnar skipta báðar við. 18.7.2007 01:15 Vestræn risapanda reynist ansi arðbær Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka. 17.7.2007 16:47 Engin venjuleg mús Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. 16.7.2007 11:00 Fjarskiptatæknin hefur slæm áhrif á minni fólks Samkvæmt könnun sem gefin var út á föstudaginn í London, hafa farsímar og önnur fjarskiptatæki slæm áhrif á minni fólks. Fjórðungur þeirra sem spurðir voru sögðust ekki muna númerið í heimasímanum sínum. 2/3 af þeim sem svöruðu gátu ekki munað afmælisdaga þriggja vina eða fjölskyldumeðlima án þess að fletta því upp. 16.7.2007 10:07 Þegar iPodinn frýs Nokkur ráð til að koma frosnum iPod í gang. Margir iPod-eigendur lenda í því að iPodinn þeirra frýs eða lætur öllum illum látum. Yfirleitt er þó ekki flókið að koma honum í samt lag og oft bara nóg að endurræsa hann. 16.7.2007 09:00 Nýtt lyf gegn reykingum Nikótínlyf seljast í tonnavís á ári hverju og dæmi eru um að fólk verði jafnháð lyfjunum eins og tóbakinu sjálfu. En nú er komið nýtt lyf á markaðinn, Champix, sem ekki inniheldur nikótín og fær jafnvel hörðustu reykingamenn að snúa bakinu við tóbakspúkanum fyrir fullt og allt. 13.7.2007 20:28 Andlitin á vefnum Netsamfélög á borð við MySpace hafa náð gífurlegum vinsældum. Nýjasta æðið er Facebook. Við þurfum ekkert að fara út lengur. Við hittum vinina á netinu. Spjöllum á spjallrásum, skiptumst á skoðunum á bloggi, látum í okkur heyra og sjá hjá netsamfélögum á borð við MySpace, Ringo og Flickr. 13.7.2007 17:30 Náungakærleikur Linux Stýrikerfið ubuntu er notendavæn útgáfa af Linux sem hentar hinum almenna tölvunotanda. Linux-stýrikerfið hefur oftast verið þekkt fyrir flóknar lausnir. Þó helst meðal almennra notenda, því þeir sem hafa tölvur að atvinnu hafa löngum verið hrifnir af stýrikerfinu. 13.7.2007 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. 9.8.2007 13:58
Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. 9.8.2007 10:39
Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. 9.8.2007 09:45
Óbreyttir vextir vestra Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í fyrrakvöld að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum þrátt fyrir væringar í bandarísku efnahagslífi. 9.8.2007 02:00
Fyrsta flugi Virgin America frestað vegna veðurs Breski auðkýfingurinn Richard Branson hefur sett á stofn nýtt flugfélag, Virgin America sem ætlað er að verða í forystu á hinum harða markaði innanlandsflugs í Bandaríkjunum. Fyrsta flugvélin á vegum hins nýja félags átti að hefja sig til lofts frá JFK flugvelli í Bandaríkjunum í dag með pompi og pragt, en fresta þurfti fluginu vegna gífurlegra rigninga í borginni. 8.8.2007 17:30
Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. 8.8.2007 14:54
Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. 8.8.2007 11:03
Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. 8.8.2007 10:04
Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. 8.8.2007 09:15
Kapítalskt nirvana The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. 8.8.2007 00:01
Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta var í níunda skiptið í röð sem ákveðið er að halda vöxtunum óbreyttum og hefur vaxtastigið verið það sama síðan í júní 2006. Misserin þar á undan höfðu vextirnir hins vegar hækkað jafnt og þétt. 7.8.2007 19:41
Danske varar við krónunni Danske Bank er enn svartsýnn um íslensks efnahagsmál. Í nýrri greiningu eru fjárfestar varaðir við krónunni. Illa grunduð skrif segir Ólafur Ísleifsson. 4.8.2007 02:00
Brithis Airways sektað um 34 milljarða Bandarísk og bresk samkeppnisyfirvöld sektuðu í dag flugfélagið Brithis Airways um 34 milljarða vegna verðsamráðs. Stjórnendur flugfélagsins hafa viðurkennt að hafa á tímabilinu ágúst 2004 – janúar 2006, haft samráð við Virgin Atlantic flugfélagið um aukaálagningu á flugmiða vegna hækkandi olíuverðs. Aukaálagning nam frá 600 íslenskum krónum og allt upp í 7600 á þessum tíma. 1.8.2007 16:25
Verkamannaskortur vandamál í Póllandi Frá því að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004 hafa meira en milljón ungir verkamenn elt hærri laun til annarra Evrópulanda. Fyrir vikið stendur landið frammi fyrir verulegum verkamannaskorti. 1.8.2007 04:45
Skaðvaldar á svartan lista Stjórnvöld í Kína hafa nú komið sér upp sínum fyrsta svarta mengunarlista. Hann prýða þrjátíu kínversk fyrirtæki sem á einn eða annan hátt hafa brotið mengunarlög landsins. 1.8.2007 02:15
Journal rennur Murdoch úr greipum Eigendur Dow Jones eru sagðir hafa horn í síðu Ruperts Murdoch og vilja að þóknanlegri menn eignist fyrirtækið. 1.8.2007 01:30
Stóraukin viskídrykkja Eftirspurn eftir vískí hefur aukist gríðarlega síðustu árin og má ætla að sú þróun haldi áfram. 1.8.2007 01:30
Gott uppgjör í Færeyjum Hagnaður hins færeyska Eik banka nam tæpum 2,3 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi árs. Um er að ræða rétt rúma þrjátíu prósenta hagnaðaraukningu sé miðað við sama tímabil í fyrra. 27.7.2007 05:00
Century tapar 3,6 milljörðum Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum tapaði 60,7 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Það jafngildir 3,6 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 45,8 milljónum Bandaríkjadala. 26.7.2007 02:00
Með fimmtungshlut í Sampo Exista hf. fer nú með A-hluti í finnska tryggingafélaginu Sampo sem nema 19,93 prósentum af heildarhlutafé í félaginu, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki. 26.7.2007 01:00
Umfangsmikil sjóræningjastarfsemi leyst upp Kínverska lögreglan og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafa leyst upp tvo umfangsmikla kínverska glæpahringi sem ábyrgir eru fyrir fölsun og dreifingu á allt að tveimur milljörðum eintaka af tölvuhugbúnaði. Hringirnir störfuðu í Shanghai og Shenzhen í Kína en dreifðu framleiðslu sinni víða um heim. 25.7.2007 14:19
Dýrkeypt flóð Flóðin í Englandi munu verða breskum tryggingafélögum dýrkeypt. Samkvæmt frétt á vef BBC mun kostnaðurinn sem fellur á þau vegna flóðanna í júní og júlí ekki verða undir tveimur milljörðum punda. Það nemur um 245 milljörðum íslenskra króna. 25.7.2007 00:01
GTA IV er vel á veg kominn Það fer að styttast í að fjórði Grand Theft Auto leikurinn komi út. leikurinn lítur vel út. Hvern hefði grunað að meðalunglingnum fyndist fátt skemmtilegra en keyra hratt , skjóta fólk og verða illræmdasti glæpamaðurinn í borginni? 23.7.2007 15:30
Kínverjar hækka stýrivexti Kínverjar hafa hækkað stýrivexti í 6,67 prósent. Um er að ræða fimmtu stýrivaxtahækkunina undanfarið ár. Verðbólga í landinu hefur ekki verið meiri í fimm ár. 20.7.2007 15:26
Hagnaður Google eykst en er samt undir væntingum Hagnaður Google jókst um 28% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en var samt undir væntingum. Hagnaður fyrirtækisins nam 925 milljónum Bandaríkjadala en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins um 720 milljónir dollara. 19.7.2007 22:14
Sjálfeyðandi vafrakökur hjá Google Vefrisinn Google hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að vafrakökurþeirra, litlar skrár sem að vistast á tölvu notanda þegar hann heimsækir vefsíðu, muni eyðast sjálfkrafa eftir tvö ár. 19.7.2007 15:57
Vanskil valda vandræðum Áhrif vanskila áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum setja nú mark sitt á fjármálaheiminn vestra. Vanskilin má rekja til þess að fjármálastofnanir hafa í uppgangi síðustu ára boðið húsnæðislán á hagstæðum kjörum til handa viðskiptavinum með litla greiðslugetu og litlar eða engar eignir. Vanskil á þessum fasteignalánum samfara kælingu á bandaríska húsnæðismarkaðinum hefur komið illa við lánveitendur. Frá þessu segir í Morgunkorni Glitnis. 19.7.2007 14:56
Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp. 19.7.2007 11:28
Enga tónlist í þrumveðri Læknar frá Vancouver í Kanada hafa varað fólk við því að fara út með mp3-spilara í þrumuveður. Í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine rekja læknarnir mál ungs manns sem fékk eldingu í sig þegar hann fór út að skokka í þrumuveðri. 18.7.2007 16:00
Blað brotið í flugsögunni Hjá Boeing eru menn hins vegar þess fullvissir að hafa brotið blað í flugsögunni með nýju vélinni. Sérfróðir segja hana eins og geimskutlu við hlið annarra véla og standi jafnvel geimskutlum framar á sumum sviðum, svo sem hvað varðar flugstjórnarhugbúnað. 18.7.2007 05:00
Coke eykur söluna Hagnaður bandaríska drykkjarvöruframleiðandans Coca-Cola nam rúmum 111 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári og jókst um tæpt prósent milli ára. 18.7.2007 04:45
Dræmur vöxtur vöruskipta hjá G7-iðnríkjunum Vöruútflutningur sjö helstu iðnríkja heims (G7) jókst um 0,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fjórðungnum á undan. Þetta sýna nýbirtar tölur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) yfir alþjóðlegar hagstærðir. Til G7-landanna teljast Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin. 18.7.2007 04:30
Flugferðir með glænýju sniði Gríðarleg eftirvænting var á frumsýningu farþegaþotunnar nýju frá Boeing í Everett, skammt frá Seattle í Bandaríkjunum, sunnudaginn 8. júlí síðastliðinn. Staðreyndin er enda sú að aldrei hefur meira verið selt í forsölu af einni vél, 677 stykki. 18.7.2007 03:15
Flugfélög slást um Kínaflugið Nokkur bandarísk flugfélög hafa sótt um heimild til beins flugs milli Bandaríkjanna og Kína. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna fer nú yfir umsóknir og útdeilir leyfum, að því greint er frá í Bandarískum fjölmiðlum. Um nokkrar flugleiðir er að ræða, eitt flug á að hefjast á þessu ári, annað á næsta og fjórar nýjar flugleiðir árið 2009. 18.7.2007 03:00
Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. 18.7.2007 02:15
Milljón pund fyrir salmonellunammi Sætindarisinn Cadbury hefur verið sektaður um eina milljón punda, rúmlega 122 milljónir króna, eftir að fjörutíu veiktust í kjölfar þess að hafa gætt sér á súkkulaðistykki frá fyrirtækinu. Salmonellan varð til þess að Cadbury sá sig knúið til að endurkalla meira en milljón súkkulaðistykki í Bretlandi. 18.7.2007 02:00
Óbreytt verðbólga í Evrulandi Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil hélst óbreytt frá fyrri mánuði í júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu. Verðbólgan mælist 1,9 prósent og er því rétt undir markmiði Seðlabanka Evrópu um tveggja prósenta verðbólgu. 18.7.2007 01:30
Skoða sögur af illri meðferð verkafólks Bresku verslanakeðjurnar Tesco og Asda kanna nú réttmæti staðhæfinga um að illa sé farið með starfsfólk fataverksmiðja í Bangladesh, sem keðjurnar skipta báðar við. 18.7.2007 01:15
Vestræn risapanda reynist ansi arðbær Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka. 17.7.2007 16:47
Engin venjuleg mús Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. 16.7.2007 11:00
Fjarskiptatæknin hefur slæm áhrif á minni fólks Samkvæmt könnun sem gefin var út á föstudaginn í London, hafa farsímar og önnur fjarskiptatæki slæm áhrif á minni fólks. Fjórðungur þeirra sem spurðir voru sögðust ekki muna númerið í heimasímanum sínum. 2/3 af þeim sem svöruðu gátu ekki munað afmælisdaga þriggja vina eða fjölskyldumeðlima án þess að fletta því upp. 16.7.2007 10:07
Þegar iPodinn frýs Nokkur ráð til að koma frosnum iPod í gang. Margir iPod-eigendur lenda í því að iPodinn þeirra frýs eða lætur öllum illum látum. Yfirleitt er þó ekki flókið að koma honum í samt lag og oft bara nóg að endurræsa hann. 16.7.2007 09:00
Nýtt lyf gegn reykingum Nikótínlyf seljast í tonnavís á ári hverju og dæmi eru um að fólk verði jafnháð lyfjunum eins og tóbakinu sjálfu. En nú er komið nýtt lyf á markaðinn, Champix, sem ekki inniheldur nikótín og fær jafnvel hörðustu reykingamenn að snúa bakinu við tóbakspúkanum fyrir fullt og allt. 13.7.2007 20:28
Andlitin á vefnum Netsamfélög á borð við MySpace hafa náð gífurlegum vinsældum. Nýjasta æðið er Facebook. Við þurfum ekkert að fara út lengur. Við hittum vinina á netinu. Spjöllum á spjallrásum, skiptumst á skoðunum á bloggi, látum í okkur heyra og sjá hjá netsamfélögum á borð við MySpace, Ringo og Flickr. 13.7.2007 17:30
Náungakærleikur Linux Stýrikerfið ubuntu er notendavæn útgáfa af Linux sem hentar hinum almenna tölvunotanda. Linux-stýrikerfið hefur oftast verið þekkt fyrir flóknar lausnir. Þó helst meðal almennra notenda, því þeir sem hafa tölvur að atvinnu hafa löngum verið hrifnir af stýrikerfinu. 13.7.2007 15:30