Viðskipti erlent

Vanskil valda vandræðum

Áhrif vanskil áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum setja nú mark sitt á fjármálaheiminn vestra.
Áhrif vanskil áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum setja nú mark sitt á fjármálaheiminn vestra.

Áhrif vanskila áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum setja nú mark sitt á fjármálaheiminn vestra. Vanskilin má rekja til þess að fjármálastofnanir hafa í uppgangi síðustu ára boðið húsnæðislán á hagstæðum kjörum til handa viðskiptavinum með litla greiðslugetu og litlar eða engar eignir. Vanskil á þessum fasteignalánum samfara kælingu á bandaríska húsnæðismarkaðinum hefur komið illa við lánveitendur. Frá þessu segir í Morgunkorni Glitnis.

 

Áhrifanna gætir víðar en hjá þeim fjármálastofnunum sem veittu lánin. Stofnanir og fjárfestar hafa keypt skuldabréf annarra lánastofnana þar sem húsnæðislán þessi eru undirliggjandi eign. Skuldabréfin hafa lækkað mikið í verði og valdið miklum afskriftum hjá fjölda fjármálafyrirtækja. Þessi skuldabréf eru nú illseljanleg og líkur á að eigendur þessara bréfa verði að afskrifa þau í bókum sínum. Tap vegna þessara lána gæti því átt eftir að koma fram víðar þegar líður á árið.

 

Lánafyrirtæki hafa nú minnkað aðgang að lánsfé sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að kaupa húsnæði. Hægagangur hefur einkennt húsnæðismarkað að undanförnu og fasteignaverð lækkað og áhyggjur eru af því að það geti leitt til kreppu í bandarísku efnahagslífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×