Blað brotið í flugsögunni 18. júlí 2007 05:00 Hjá Boeing eru menn hins vegar þess fullvissir að hafa brotið blað í flugsögunni með nýju vélinni. Sérfróðir segja hana eins og geimskutlu við hlið annarra véla og standi jafnvel geimskutlum framar á sumum sviðum, svo sem hvað varðar flugstjórnarhugbúnað. Dreamliner vélin er búin til úr nýjum efnum, svokölluðum koefnistrefjasamsetningi, sem stórbæta eiga flughæfni hennar í samanburði við aðrar vélar, hún verður búin allra nýjustu samskiptatækjum, hún er sögð fimmtungi sparneytnari en aðrar vélar, fraktrými vélarinnar er um 45 prósentum meira, hún er miklu hljóðlátari, hvort heldur sem það er að innan eða utan, og allar innréttingar hafa verið teknar gjörsamlega í gegn. “Við höfum endurvakið töfra flugsins,“ sagði Jeff Hawk, framkvæmdastjóri vottana, samskipta við stjórnvöld og umhverfismála við frammleiðslu 787 vélarinnar. „Núna geta til dæmis fleiri notið útsýnis en sá einn sem situr við gluggasæti,“ bætir hann við. Þá hefur loftþrýstingur um borð verið aukinn þannig að fólk finnur minna fyrir lofthæðinni og rakastig um borð hefur verið aukinn þannig að dregur úr vatnsþambi og skrælnuðum vörum og hálsum í ferðalögum. Þetta er ef til vill eins gott því vélin er langdrægari en forverar hennar, getur verið allt að nítján tíma í lofti í einu. Drægi vélarinnar er 15.200 kílómetrar, þannig að fljúga má henni beina leið nánast hvert sem er í heiminum. Þá hefur verið dregið úr hristingi með tækni sem líkja má við að vélin „blaki vængjunum“ án þess að hrista til farþegarýmið. Jeff Hawk segir samt að þótt með nýju vélinni hafi verið unnið afrek í flugvélahönnun, því koltrefjaplastið má móta þannig að flughæfnin verði sem allra best, séu menn alls ekki hætti framþróun. „Með nanótækni sjá menn fyrir sér að í framtíðinni megi gera byggingarefni flugvélarinnar enn léttara með því að gera kolefnisþræðina í plastefninu hola að innan.“ Aukinheldur hefur Boeing brotið blað í framleiðsluháttum á nýju vélinni með því að kalla til samstarfs við sig fyrirtæki um allan heim við að búa til ólíka hluta vélarinnar. Hingað til hefur framleiðsla og smíði Boeing véla verið í höndum fyrirtækisins sjálfs. Núna eiga fleiri heiðurinn og fá um leið hlutdeild í söluhagnaði vélanna. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hjá Boeing eru menn hins vegar þess fullvissir að hafa brotið blað í flugsögunni með nýju vélinni. Sérfróðir segja hana eins og geimskutlu við hlið annarra véla og standi jafnvel geimskutlum framar á sumum sviðum, svo sem hvað varðar flugstjórnarhugbúnað. Dreamliner vélin er búin til úr nýjum efnum, svokölluðum koefnistrefjasamsetningi, sem stórbæta eiga flughæfni hennar í samanburði við aðrar vélar, hún verður búin allra nýjustu samskiptatækjum, hún er sögð fimmtungi sparneytnari en aðrar vélar, fraktrými vélarinnar er um 45 prósentum meira, hún er miklu hljóðlátari, hvort heldur sem það er að innan eða utan, og allar innréttingar hafa verið teknar gjörsamlega í gegn. “Við höfum endurvakið töfra flugsins,“ sagði Jeff Hawk, framkvæmdastjóri vottana, samskipta við stjórnvöld og umhverfismála við frammleiðslu 787 vélarinnar. „Núna geta til dæmis fleiri notið útsýnis en sá einn sem situr við gluggasæti,“ bætir hann við. Þá hefur loftþrýstingur um borð verið aukinn þannig að fólk finnur minna fyrir lofthæðinni og rakastig um borð hefur verið aukinn þannig að dregur úr vatnsþambi og skrælnuðum vörum og hálsum í ferðalögum. Þetta er ef til vill eins gott því vélin er langdrægari en forverar hennar, getur verið allt að nítján tíma í lofti í einu. Drægi vélarinnar er 15.200 kílómetrar, þannig að fljúga má henni beina leið nánast hvert sem er í heiminum. Þá hefur verið dregið úr hristingi með tækni sem líkja má við að vélin „blaki vængjunum“ án þess að hrista til farþegarýmið. Jeff Hawk segir samt að þótt með nýju vélinni hafi verið unnið afrek í flugvélahönnun, því koltrefjaplastið má móta þannig að flughæfnin verði sem allra best, séu menn alls ekki hætti framþróun. „Með nanótækni sjá menn fyrir sér að í framtíðinni megi gera byggingarefni flugvélarinnar enn léttara með því að gera kolefnisþræðina í plastefninu hola að innan.“ Aukinheldur hefur Boeing brotið blað í framleiðsluháttum á nýju vélinni með því að kalla til samstarfs við sig fyrirtæki um allan heim við að búa til ólíka hluta vélarinnar. Hingað til hefur framleiðsla og smíði Boeing véla verið í höndum fyrirtækisins sjálfs. Núna eiga fleiri heiðurinn og fá um leið hlutdeild í söluhagnaði vélanna.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent