Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi 8. ágúst 2007 11:03 Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Í ársfjórðungsriti bankans segir að verðbólga muni ekki fara niður að tveggja prósenta viðmörkum seðlabankans á næstu tveimur árum verði stýrivöxtum haldið óbreyttum. Verði vextirnir hins vegar hækkaðir um fjórðung úr prósenti er gert ráð fyrir að þeir verði við mörkin. Gert er ráð fyrir því að bankinn hækki vextina á næstu mánuðum, að sögn breska blaðsins Guardian. Stýrivaxtahækkanir samhliða votviðri í sumar urðu þess valdandi að smásala jókst um 1,2 prósent í Bretlandi í júlí, sem er talsverður samdráttur á milli mánaða. Þá er þetta helmingi minni vöxtur í verslun en á sama tíma fyrir ári og hefur hann ekki verið hægari á árinu. Verslanaeigendur segja veðrið eiga hlut að máli enda hafi sumarklæðnaður selst illa. Fréttastofa Reuters bendir á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi sé þyrnir í augum verslanaeigenda enda hefur það valdið því að neytendur halda að sér höndum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Í ársfjórðungsriti bankans segir að verðbólga muni ekki fara niður að tveggja prósenta viðmörkum seðlabankans á næstu tveimur árum verði stýrivöxtum haldið óbreyttum. Verði vextirnir hins vegar hækkaðir um fjórðung úr prósenti er gert ráð fyrir að þeir verði við mörkin. Gert er ráð fyrir því að bankinn hækki vextina á næstu mánuðum, að sögn breska blaðsins Guardian. Stýrivaxtahækkanir samhliða votviðri í sumar urðu þess valdandi að smásala jókst um 1,2 prósent í Bretlandi í júlí, sem er talsverður samdráttur á milli mánaða. Þá er þetta helmingi minni vöxtur í verslun en á sama tíma fyrir ári og hefur hann ekki verið hægari á árinu. Verslanaeigendur segja veðrið eiga hlut að máli enda hafi sumarklæðnaður selst illa. Fréttastofa Reuters bendir á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi sé þyrnir í augum verslanaeigenda enda hefur það valdið því að neytendur halda að sér höndum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira