Fleiri fréttir Google skilar 65 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Bandaríska netfyrirtækið Google skilaði eins milljarðs dollara hagnaði, jafnvirði um 65 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um nærri sjötíu prósent milli ára með þessu. 20.4.2007 09:46 Óttast að kínverskt efnahagslíf ofhitni Hagvöxtur í Kína jókst um rúmlega 11 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hafa vangaveltur aukist um það hvort hagkerfið þar í landi sé að ofhitna. 19.4.2007 15:21 Ryanair stofnar félag Micheal O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, er sagður velta því alvarlega fyrir sér að stofna lággjaldaflugfélag sem muni sinna flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna á næsta ári. Ástæðan er samningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um auknar heimildir flugfélaga til að fljúga álfanna á milli. 19.4.2007 07:00 Nasdaq hefnir sín á LSE Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frankfurt og samnorrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. 19.4.2007 06:45 Kaupþing rætt á stórþinginu Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu og situr auk þess í fjárlaganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtoga Sósíalistaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. 19.4.2007 06:00 Fasteignasalar gegn samdrætti Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúðir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 19.4.2007 05:45 Dow Jones vísitalan aldrei hærri Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra. 18.4.2007 20:44 Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. 18.4.2007 13:41 Fyrsta tap Motorola í fjögur ár Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi. 18.4.2007 12:45 Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir. 18.4.2007 09:29 Hróaheilkennið kemur á óvart Jafnaðarhyggja virðist fólki í blóð borin að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Kalíforníuháskóla, en niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature. 18.4.2007 00:01 Samdráttur hjá Yahoo Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo nam 142 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 9,2 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er 11 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman er undir væntingum greinenda. Fyrirtækið barist hart á netmarkaðnum við risann Google. 17.4.2007 21:47 Hagnaður IBM jókst um 8 prósent milli ára Bandaríski tölvurisinn IBM skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 117,4 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er átta prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Mesti vöxturinn var í þjónustuhluta fyrirtækisins og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. 17.4.2007 21:45 Afkoma Coca Cola yfir væntingum Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. 17.4.2007 15:18 Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. 17.4.2007 08:56 Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. 16.4.2007 19:47 Verðbólga í Zimbabve nálægt 2.000 prósentum Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabve hafa ákveðið að fresta birtingu verðbólgutalna um eina viku. Breska ríkisútvarpið segir að þetta athæfi bendi til þess að ríkisstjórn Roberts Mugabe vilji ekki horfast í augu við að verðbólga hafi farið úr böndunum og liggi nú nálægt 2.000 prósentum. Því er spáð að staða efnahagsmála muni hríðversna á árinu og verðbólga rjúka enn frekar upp. 16.4.2007 18:46 Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. 16.4.2007 14:42 Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. 16.4.2007 11:09 Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. 16.4.2007 06:30 Bjóða flatskjái og bíla með húsum Danskir fasteignasalar hafa gripið til nýstárlegra aðferða til þess að reyna að hleypa lífi í markaðinn. Þannig bjóða sumir þeirra flatskjá eða jafnvel bifreið í kaupbæti ef fólk kaup íbúð eða hús af þeim. 15.4.2007 17:59 Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. 15.4.2007 09:30 Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. 14.4.2007 12:38 Google kaupir Doubleclick Google hyggst kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick á 3,1 milljarð bandaríkjadala og borga í beinhörðum peningum. Þetta mun vera stærsti samningurinn sem Google hefur gert til þess að kaupa auglýsingafyrirtæki en síðastliðinn nóvember keypti Google afþreyingavefinn YouTube á 1.65 milljarða dollara. 13.4.2007 22:54 Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. 13.4.2007 14:32 Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. 13.4.2007 11:36 Salan batnar hjá Wal-Mart Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast. Greinendur fylgjast grannt með Wal-Mart þessa dagana. 13.4.2007 09:08 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní. 12.4.2007 12:40 Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12 Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00 Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43 Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24 Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17 Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32 Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40 17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01 Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30 Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13 Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30 Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03 Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00 Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01 Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59 Sjá næstu 50 fréttir
Google skilar 65 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Bandaríska netfyrirtækið Google skilaði eins milljarðs dollara hagnaði, jafnvirði um 65 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um nærri sjötíu prósent milli ára með þessu. 20.4.2007 09:46
Óttast að kínverskt efnahagslíf ofhitni Hagvöxtur í Kína jókst um rúmlega 11 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hafa vangaveltur aukist um það hvort hagkerfið þar í landi sé að ofhitna. 19.4.2007 15:21
Ryanair stofnar félag Micheal O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, er sagður velta því alvarlega fyrir sér að stofna lággjaldaflugfélag sem muni sinna flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna á næsta ári. Ástæðan er samningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um auknar heimildir flugfélaga til að fljúga álfanna á milli. 19.4.2007 07:00
Nasdaq hefnir sín á LSE Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frankfurt og samnorrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. 19.4.2007 06:45
Kaupþing rætt á stórþinginu Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu og situr auk þess í fjárlaganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtoga Sósíalistaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. 19.4.2007 06:00
Fasteignasalar gegn samdrætti Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúðir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 19.4.2007 05:45
Dow Jones vísitalan aldrei hærri Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra. 18.4.2007 20:44
Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. 18.4.2007 13:41
Fyrsta tap Motorola í fjögur ár Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi. 18.4.2007 12:45
Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir. 18.4.2007 09:29
Hróaheilkennið kemur á óvart Jafnaðarhyggja virðist fólki í blóð borin að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Kalíforníuháskóla, en niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature. 18.4.2007 00:01
Samdráttur hjá Yahoo Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo nam 142 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 9,2 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er 11 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman er undir væntingum greinenda. Fyrirtækið barist hart á netmarkaðnum við risann Google. 17.4.2007 21:47
Hagnaður IBM jókst um 8 prósent milli ára Bandaríski tölvurisinn IBM skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 117,4 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er átta prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Mesti vöxturinn var í þjónustuhluta fyrirtækisins og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. 17.4.2007 21:45
Afkoma Coca Cola yfir væntingum Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. 17.4.2007 15:18
Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. 17.4.2007 08:56
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. 16.4.2007 19:47
Verðbólga í Zimbabve nálægt 2.000 prósentum Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabve hafa ákveðið að fresta birtingu verðbólgutalna um eina viku. Breska ríkisútvarpið segir að þetta athæfi bendi til þess að ríkisstjórn Roberts Mugabe vilji ekki horfast í augu við að verðbólga hafi farið úr böndunum og liggi nú nálægt 2.000 prósentum. Því er spáð að staða efnahagsmála muni hríðversna á árinu og verðbólga rjúka enn frekar upp. 16.4.2007 18:46
Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. 16.4.2007 14:42
Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. 16.4.2007 11:09
Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. 16.4.2007 06:30
Bjóða flatskjái og bíla með húsum Danskir fasteignasalar hafa gripið til nýstárlegra aðferða til þess að reyna að hleypa lífi í markaðinn. Þannig bjóða sumir þeirra flatskjá eða jafnvel bifreið í kaupbæti ef fólk kaup íbúð eða hús af þeim. 15.4.2007 17:59
Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. 15.4.2007 09:30
Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. 14.4.2007 12:38
Google kaupir Doubleclick Google hyggst kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick á 3,1 milljarð bandaríkjadala og borga í beinhörðum peningum. Þetta mun vera stærsti samningurinn sem Google hefur gert til þess að kaupa auglýsingafyrirtæki en síðastliðinn nóvember keypti Google afþreyingavefinn YouTube á 1.65 milljarða dollara. 13.4.2007 22:54
Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. 13.4.2007 14:32
Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. 13.4.2007 11:36
Salan batnar hjá Wal-Mart Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast. Greinendur fylgjast grannt með Wal-Mart þessa dagana. 13.4.2007 09:08
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní. 12.4.2007 12:40
Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12
Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00
Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43
Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24
Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17
Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32
Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40
17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01
Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30
Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13
Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. 10.4.2007 22:17
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar. 10.4.2007 16:30
Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf. 10.4.2007 16:03
Væntingar Bandaríkjamanna minnka Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast. 10.4.2007 16:00
Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær. 10.4.2007 15:35
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana. 10.4.2007 15:01
Yfirtaka á Puma í vændum Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið. 10.4.2007 12:59