Fleiri fréttir

DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler

Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða.

Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi

Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent.

Samdráttur í bílasölu

Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra.

Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra

Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum.

Rússar vilja Alitalia

Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot.

7.000 manns sagt upp í Hollandi

Hollenska póstfyrirtækið TNT Post ætlar að segja upp 7.000 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ekki annan kost í stöðunni til að bregðast við aukinni samkeppni sem hafi skilað sér í samdrætti hjá fyrirtækinu.

Hætt við yfirtöku á þýsku raforkufyrirtæki

Þýski orkurisinn E.On hefur dregið til baka yfirtökutilboð sitt í spænska raforkufyrirtækið Endesa. Yfirtökutilboðið, sem hljóðaði upp á 42,3 milljarða evrur, 3.740 milljarða íslenskra króna, var afar umdeilt og lenti meðal annars inni á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Hráolíuverð lækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag eftir nokkra hagnaðartöku fjárfesta á helstu mörkuðum. Olíuverðið er þó enn yfir 65 bandaríkjadölum á tunnu. Verðið tók kipp uppá við eftir að sjóliðar voru handteknir á Persaflóa á föstudaginn fyrir rúmri viku.

Minna tap hjá Pliva

Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið.

Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok

Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina.

Indverjar hækka stýrivexti

Seðlabanki Indlands ákvað undir lok síðustu viku að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi og standa vextirnir nú í 7,75 prósentum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem bankinn hækkar stýrivexti í þeim tilgangi að halda aftur af verðbólgu. Stýrivextir á Indlandi hafa ekki verið hærri í tæp fjögur og hálft ár.

Kaplan handtekinn eftir sjö mánaða leit

Gary Stephen Kaplan, stofnandi breska netveðmálafyrirtækisins BetonSports, var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu í Karabíska hafinu á miðvikudag. Hann er í ellefu manna hópi sem sakaður er um fjárdrátt, svindl og skattundanskot.

Væntingavísitala lækkar í Bandaríkjunum

Hátt verð á neysluvörum og laun sem hækka hægt eru helsta ástæða þess að væntingavísitala bandarískra neytenda hefur fallið. Hún hefur ekki verið lægri í hálft ár. Verðbólga hækkaði meira en búist var við í febrúar, eða um 0,3%, og er það mesta aukning síðan í ágúst á síðasta ári.

Verðbólga 1,9 prósenta á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í byrjun mánaðar með það fyrir augum að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár.

Qantas stækkar flugflotann

Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum.

Skoða kaup Vodafone á Indlandi

Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna.

Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury

R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands.

Hráolíuverð enn á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku.

Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð.

Microsoft að kaupa DoubleClick?

Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur.

ABN Amro biðlar til hluthafa

Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays.

Enn hækkar hráolíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi.

Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone

Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma.

Markaðstorg í miðju Stokkhólms

Baugur og Arcadia sameina krafta sína í nýju vöruhúsi í Stokkhólmi. Souk heitir það og þýðir samkomustaður eða markaðstorg.

Jötunn kominn í Sundahöfn

Eimskip hefur tekið á móti nýjum færanlegum hafnarkrana í Sundahöfn. Kraninn hefur fengið viðeigandi nafn og kallast Jötunn. Fjárfestingin er sögð til komin vegna aukinna umsvifa félagsins á Austurlandi út af skipaafgreiðslu fyrir Alcoa Fjarðaál.

Olíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók mikinn kipp eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag í síðustu viku. Vart var á bætandi því mikil spenna er á milli Vesturlanda og Írana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðastnefndu. Olíufatið fór um tíma yfir 64 dali á tunnu í í Bandaríkjunum í fyrradag en slíkur verðmiði á svartagullinu hefur ekki sést það sem af er árs.

Búist við uppsögnum hjá Citigroup

Orðrómur er uppi um að bandaríski fjárfestingabankinn Citi­group, eitt stærsta fjármála­fyrirtæki heims, ætli ýmist að segja upp rúmlega 15.000 manns eða færa höfuðstöðvar bankans til að lækka kostnað. Breytingarnar eru sagðar liður í hagræðingaráformum bankans en horft er til þess að spara um einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 67 milljarða íslenskra króna, með aðgerðunum.

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár.

Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn

Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins.

Aldrei meira fjármagn sent úr landi

Innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríku sem starfa í Bandaríkjunum hafa sent 62 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.170 milljarða íslenskra króna, af launum sínum til ættingja sinna í heimalandinu, samkvæmt upplýsingum frá Ameríska þróunarbankanum. Reiknað er með því að upphæðin muni nema 100 milljörðum dala, jafnvirði ríflega 6.700 milljörðum króna, árið 2011.

Lengstu vefföngin 63 stafir

EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí.

Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs

Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent.

Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu.

Porsche auka eignarhlut sinn í VW

Porsche-bílaframleiðandinn nýtti sér í gær mikla hækkun á hlutabréfum í Volkswagen til að auka eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 27,3 prósentum í 31 prósent. samkvæmt þýskum lögum ber fyrirtækjum sem eiga 31 prósent hlut eða hærri að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa upp þeirra bréf. Porsche vildu ekki kaupa alla hlutina og nýttu því tækifærið nú þegar hlutabréf í Volkswagen hækkuðu. Svo virðist sem bollaleggingar Porsche-manna muni bera tilætlaðan árangur.

Hráolíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári.

Apple TV komið í verslanir vestra

Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið.

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni.

Wall Street að ná sér á strik

Vikan sem er að líða var sú besta á Wall Street undanfarin fjögur ár. Uppgangurinn er að mestu leyti að þakka auknum kaupum á fasteignum en fasteignamarkaðurinn var farinn að hægja verulega á sér.

Stofna veitu til höfuðs YouTube

Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum.

Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð

Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna.

Gjensidige stefnir að skráningu

Gjensidige Forsikring, norska fjármálafyrirtækið sem á tæp tíu prósent í Storebrand, stefnir að skráningu í Kauphöllina í Osló á seinni hluta ársins til þess að vera betur í stakk búið til að taka þátt í umbreytingum á norskum fjármálamarkaði.

Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube

Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google.

Vöxtur smásöluverslunar yfir spám í Bretlandi

Smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bretlandi í febrúar. Hækkunin nemur 4,9 prósentum á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Þá er þetta talsverður viðsnúningur frá lokum síðasta árs en í nóvember og desember dróst smásöluverslun saman á milli mánaða.

Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma

Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma.

Sainsbury óskar eftir lengri tíma

Stjórn bresku matvörukeðjunnar Sainsbury er sögð fylgjandi því að biðla til bresku yfirtökunefndarinnar um að framlengdur verði lokafrestur fjárfestahópsins CVC til að leggja fram yfirtökutilboð í keðjuna.

Sjá næstu 50 fréttir