Fleiri fréttir

Nova hagnaðist um 1,5 milljarða

Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna árið 2021 eftir skatta. Tekjuvöxtur á árinu fyrir einskiptisliði var 7% miðað við árið 2020.

Skellir í lás eftir 35 ára rekstur

Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu.

Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið

Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins.

Ís­lands­banki hagnaðist um 5,2 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra.

Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára

Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 

Þróa líf­plast­húð úr úr­gangi sem er ætlað að minnka plast­notkun

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð (e. food coating) úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega húð um matvæli sem vonast er til að muni bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla.

DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars

Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. 

Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta árs­fjórðungi

Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021.

Auglýst eftir tilboðum í hönnun Miklubrautar í stokk eða göng

Vegagerðin hefur formlega auglýst útboð í hönnun vegna Miklubrautarstokks. Óskað er eftir tilboði í vinnu við frumdrög á breytingum á Nesbraut, eins og Miklabrautin heitir í þjóðvegaskrá Vegagerðarinnar, frá Snorrabraut í vestri og austur fyrir Kringlu.

Kara Connect tryggir sér 828 milljónir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga.

Tix ræður þrjá úkraínska for­ritara

Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar

Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. 

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Öryggis­mið­stöðin hlýtur Þekkingar­verð­laun FVH

Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin.

Sjá næstu 50 fréttir