Viðskipti innlent

Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars næstu þrjú árin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á myndinni eru Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnarMars, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa Lóninu og Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hönnunar og brand hjá Bláa Lóninu og einn af eigendum Design Group Italia á sýningu þeirra á Hafnartorgi á HönnunarMars.
Á myndinni eru Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnarMars, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa Lóninu og Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hönnunar og brand hjá Bláa Lóninu og einn af eigendum Design Group Italia á sýningu þeirra á Hafnartorgi á HönnunarMars. Guðmundur Þór Kárason

Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stendur að hátíðinni HönnunarMars á hverju ári, hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. 

Bláa Lónið verður bakhjarl hátíðarinnar og mun auk þess koma að ýmsum samstarfsviðburðum sem tengjast nýsköpun og samfélagslegum verkefnum á næstu árum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs en þar kemur fram að miðstöðin og Bláa Lónið hafi undirritað samninginn á sýningu Bláa Lónsins á Hafnartorgi í dag, opnunardegi hátíðarinnar. Bláa Lónið tekur þátt í hátíðinni í ár með sýningunni Sögur af sköpun - tilvera hönnunar á The Retreat við Bláa Lónið, sem opnar á Hafnartorgi í dag. 

Fram kemur í tilkynningunni að á sýningunni verði hulunni svipt af tengingu náttúru og mannlífs við hönnun hótelsins The Retreat og verði sögur, sem hafi ekki áður komið fram, sagðar af þessu innra landslagi. 

„Bláa Lónið hefur verið í forystu íslenskrar hönnunar í um þrjá áratugi. Hönnun og útlit Bláa Lónsins tekur mið af landslagi eldsumbrota þar sem form, litir og áferðir náttúru skína í gegn. The Retreat hótelið við Bláa Lónið opnaði árið 2018. Það hefur á skömmum tíma hlotið á fjórða tug alþjóðlegra sem og innlendra veðrlauna og viðurkenninga fyrir hönnnun sína,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Grími Sæmundsen forstjóra Bláa Lónsins í tilkynningunni að fyrirtækinu sé mikið ánægjuefni að ganga til samstarfs við HönnunarMars. 

„Arkitektúr og hönnun hafa ávallt verið í hávegum höfð hjá fyrirtækinu og segja má að það hafi verið leiðarstefið í uppbyggingu þess frá upphafi.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.