Viðskipti innlent

Bein útsending: Krefjandi staða í raforkukerfinu

Tinni Sveinsson skrifar
Háspennilínur norðan Skjaldbreiðar.
Háspennilínur norðan Skjaldbreiðar. Vísir/Vilhelm

Sérfræðingar Landsvirkjunar fara yfir raforkumarkaðinn á Íslandi á fundi á Hótel Nordica. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til klukkan tíu. 

Farið verður yfir það hvernig samningar eru byggðir upp með bestu nýtingu auðlinda í fyrirrúmi. Einnig verður yfir virkni raforkukerfis Landsvirkjunar og krefjandi vatnsstöðu í miðlunarlónum síðastliðna mánuði.

Dagskrá fundarins

  • Kolbrún Birna Bjarnadóttir, sérfræðingur í Viðskiptagreiningu og þróun markaða
  • Magnús Sigurðsson, sérfræðingur í Vinnsluáætlunum
  • Jónas Hlynur Hallgrímsson, sérfræðingur í Viðskiptagreiningu og þróun markaða
  • Fundarstjóri er Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×