Fleiri fréttir

Lóa frá 66°Norður til Good Good

Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum.

Hand­bolta­hetja til Terra Eininga

Fannar Örn Þorbjörnsson er nýr framkvæmdastjóri Terra Eininga. Starfsemin er hluti af Terra Umhverfisþjónustu og hefur áratuga reynslu af sölu og leigu á húseiningum.

Kemur til Kaptio frá Icelandair

Ásgeir Einarsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Hann hefur starfað sem hugbúnaðararkitekt og teymisstjóri hjá Icelandair síðustu árin.

Ríkið selur í Ís­lands­banka fyrir tæp­lega 53 milljarða króna

Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna.

Hlutur ríkisins í Ís­lands­banka fer niður fyrir fimm­tíu prósent

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent.

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna.

Odd­geir Ágúst Otte­sen nýr fram­kvæmda­stjóri KVH

Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.

„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“

Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu.

Tekur við stöðu for­stjóra Salt­Pay

Fjártæknifyrirtækið SaltPay hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttur sem forstjóra félagsins hér á landi. Hún tekur við stöðunni af Reyni Finndal Grétarssyni sem gegnt hefur starfi forstjóra síðan í ágúst en hann mun taka við starfi stjórnarformanns SaltPay.

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Fjögur voru kjörin í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun.

Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana

Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot.

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 1,1 prósent í fyrra

Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5 prósent árið 2021 samanborið við árið á undan. Rástöfunartekjur á mann numu rúmlega 4,4 milljónum króna og jukust um 5,6 prósent frá árinu áður. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,1 prósent á sama tímabili. 

2,9 milljarða tap en gera ráð fyrir hagnaði á síðari hluta ársins

Tekjur flugfélagsins Play námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2021 en tap ársins nam 22,5 milljónum dala, eða um 2,9 milljörðum íslenskra króna. Tekjur voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 en kostnaður var samkvæmt áætlunum.

Edda Falak til liðs við Stundina

Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti.

Verzlun Haraldar Júlíus­sonar á Króknum lokað í lok mánaðar

Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki verður lokað í lok þessa mánaðar eftir að hafa verið starfrækt í rúma öld. Verslunarmaðurinn Bjarni Haraldsson, betur þekktur sem Bjarni Har, lést fyrr á árinu en rak og stóð vaktina í versluninni um margra áratuga skeið.

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Bein útsending: Farið yfir horfur í fjármálakerfinu

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út yfirlýsingu í morgun um horfur og stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Farið verður nánar yfir stöðuna á fundi í Seðlabankanum sem horfa má á í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn hefst klukkan 9.30

Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar

Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum.

Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku

Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin.

Sjá næstu 50 fréttir