Viðskipti innlent

Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrefna Hallgrímsdóttir kemur ný inn í stjórn Samorku.
Hrefna Hallgrímsdóttir kemur ný inn í stjórn Samorku. OR

Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin.

Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar, formaður Samorku, Helgi Jóhannesson, Norðurorku, Tómas Már Sigurðsson, HS Orku og Sigurður Þór Haraldsson hjá Selfossveitum.

Þá tóku tveir nýir varamenn sæti í stjórn Samorku. Aðalsteinn Þórhallsson hjá HEF Veitum og Jón Trausti Kárason hjá Veitum. Hörður Arnarson verður áfram varamaður Landsvirkjunar í stjórn til næstu tveggja ára. Þau Elías Jónatansson hjá Orkubúi Vestfjarða og Helga Jóhanna Oddsdóttir hjá HS Veitum sitja áfram sem varamenn.

Stjórn Samorku að loknum aðalfundi 15. mars 2022 er því þannig skipuð:

Formaður:

Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar

Meðstjórnendur:

Helgi Jóhannesson, Norðurorku

Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum

Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun

Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum

Steinn Leó Sveinsson, Skagafjarðarveitum

Tómas Már Sigurðsson, HS Orku

Varamenn:

Aðalsteinn Þórhallsson, HEF Veitum

Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða

Helga Jóhanna Oddsdóttir, HS Veitum

Hörður Arnarson, Landsvirkjun

Jón Trausti Kárason, Veitum





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×