Viðskipti innlent

Bein útsending: Farið yfir horfur í fjármálakerfinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.
Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Vísir/Vilhelm

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gaf út yfirlýsingu í morgun um horfur og stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Farið verður nánar yfir stöðuna á fundi í Seðlabankanum sem horfa má á í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn hefst klukkan 9.30

Á kynningunni munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni Fjármálastöðugleika 2022/1.

Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, það er um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða.

Þetta kom fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birtist á vef Seðlabankans í morgun eftir fyrsta fund nefndarinnar á þessu ári.

„Efnahagsbatinn í ár verður líklega hægari en áður var talið vegna áhrifa kórónuveirunnar og innrásar Rússa í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dregst á langinn, segir í yfirlýsingunni. Þar er þó tekið fram að staða fjármálastöðugleika sé góð og staða heimilanna sé almennt góð.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×