Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 23:01 Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks. Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks.
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01