Gefur út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir börn Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 16:01 Jón Gunnar Þórðarson er framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Birgir Ísleifur Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila gaf í dag út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir alþjóðlegan markað og hefur þar með tvöfaldað vöruframboð sitt. Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar. Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar.
Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira