Viðskipti innlent

Leggur til hækkun há­marks­fjölda raf­bíla sem geta notið í­vilnunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að hámarksfjöldi rafbíla sem geta notið ívilnunar frá virðisaukaskatti verði tuttugu þúsund bílar, en ekki fimmtán þúsund eins og nú er.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag en í frumvarpinu er þó lagt til að hámark á niðurfelldum virðisaukaskatti verði lækkað úr 1.560 þúsund krónum niður í 1.320 þúsund.

Þessi breyting mun að mati ráðuneytisins leiða til þess að tekjutapið af breytingunum verður um 200 milljónum króna minna en ella. Í heild má þó búast við tekjutapi upp á fimm og hálfan milljarð króna, nái frumvarpið fram að ganga.

Í blaðinu segir ennfremur að af þeim rúmlega 4.500 rafbílum sem fengu slíka ívilnun í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund virðisaukann felldan niður að fullu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×