Viðskipti innlent

Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum

Eiður Þór Árnason skrifar
Torg gefur meðal annars út Fréttablaðið og vefinn Fréttablaðið.is.
Torg gefur meðal annars út Fréttablaðið og vefinn Fréttablaðið.is. Vísir/Vilhelm

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna.

Fullyrt er í frétt Fréttablaðsins að taprekstur síðustu tveggja ára megi rekja til heimsfaraldurs Covid-19 sem hafi komið illa við tekjuhlið rekstrarins. Árið 2019 tapaði Torg 212 milljónum króna og er samanlagt tap síðustu þriggja ára því rúmur milljarður króna.

Jafnframt kemur fram í fréttinni að taprekstur síðustu tveggja ára hafi að öllu leyti verið mætt með nýju hlutafé að fjárhæð 900 milljóna króna frá eigendum félagsins.

Torg ehf. er til helminga í eigu Hofgarða ehf. og HFB-77 ehf. Helgi Magnússon fjárfestir fer með alls 91% hlutafjár í Torgi í gegnum félögin. Auk hans fara Jón Þórisson, forstjóri Torgs með 2,5% hlut, Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála, og dagskrárgerðar hjá Torgi með 1,5% og Sigurður Arngrímsson, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar með 5,0%.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×