Fleiri fréttir

Huld óskaði eftir að láta af störfum

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor.

Kea­hótel ætla í sókn á Sigló

Kea­hótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starf­semi þess á Siglu­firði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrir­tækisins. Fram­kvæmda­stjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferða­þjónustu á Ís­landi.

TVÍK hlaut Gul­leggið 2022

Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins.

Loka­keppni Gull­eggsins 2022

Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi.

Aug­lýsinga­tekjur fjöl­miðla drógust saman um sex­tán prósent

Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%.

Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum

Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili.

Lands­bankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra

Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður.

Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs

Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs.

Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu

Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu.

Fróði ráðinn til Frumtaks

Fróði Steingrímsson lögmaður hefur gengið til liðs við Frumtak þar sem hann mun sinna lögfræðilegum málefnum fyrir félagið og taka þátt í þróun á starfsemi þess. Þá mun hann veita félögum í eignasafni Frumtakssjóðanna ráðgjöf og stuðning.

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Daði hættir hjá Fossum mörkuðum

Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Sjö sinnum fleiri gistinætur í desember

Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 55% í fyrra og voru 5,1 milljón samanborið við 3.3 milljónir árið 2020. Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en voru 1,5 milljónir á fyrra ári. Um 60% gistinátta voru erlendar eða um 3,1 milljón samanborið við 1,8 milljónir árið áður.

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Jón Þórisson snýr aftur og tekur við sem forstjóri Torgs

Jón Þórisson hefur tekið við sem forstóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Jón er fyrrverandi aðalritstjóri Torgs og tekur við af Birni Víglundssyni sem sagði starfi sínu lausu í nóvember síðastliðnum.

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Ráðin markaðs­stjóri RV

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skatta­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.

Salt­Pay greiðir rúm­lega 44 milljóna króna sekt

Greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay hefur náð samkomulagi um að gangast undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME), en sáttin felst í að félagið greiði FME sekt sem nemur alls 44,3 milljónum króna.

Hag­kaup frestar Dönskum dögum í ljósi að­stæðna

Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin.

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra brand­r

Ása Björg Tryggvadóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra brandr. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Bein út­sending: Janúar­ráð­stefna Festu 2022

Janúarráðstefna Festu 2022 fer fram í dag milli klukkan 9 og 12 en um er að ræða stærsta árlega sjálfbærnivettvangur á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Sjá næstu 50 fréttir