Keahótel ætla í sókn á Sigló Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:33 Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira