Viðskipti innlent

Ráðinn fjár­mála­stjóri Kaptio

Atli Ísleifsson skrifar
Steingrímur Helgason.
Steingrímur Helgason. Kaptio

Steingrímur Helgason hefur verið ráðinn fjármálastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kaptio.

Í tilkynningu segir að Steingrímur hafi áður starfað hjá Landsbankanum þar sem hann hafi verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar frá 2009 til 2019. Í framhaldinu hafi hann starfað við sjálfstæða ráðgjöf.

„Steingrímur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Valgerði Arnardóttur viðskiptafræðingi og eiga þau saman þrjá syni.

Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki, stofnað 2012, sem smíðar bókunar- og viðskiptatengslahugbúnað fyrir ferðaþjónustu. Um fimmtíu manns starfa nú hjá félaginu, en helstu hluthafar félagsins eru Frumtak og Nýsköpunarsjóður auk stofnenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×